Abrams tilkynnti um framboð sitt til ríkisstjóra í gær og stefnir því í annað einvígi milli þeirra Kemps og Abrams.
Eftir kosningarnar 2018 sakaði Abrams Kemp, sem þá stýrði skrifstofunni sem hélt utan um kjörskrár í ríkinu, um að hafa misnotað stöðu sína og reynt að torvelda kjósendum að skrá sig.
Vildi Abrams meina að það hafi sérstaklega hallað á svarta kjósendur þegar kom að skráningu, en Kemp hefur þó alla tíð hafnað ásökunum hennar.
I m running for Governor because opportunity in our state shouldn t be determined by zip code, background or access to power. #gapol
— Stacey Abrams (@staceyabrams) December 1, 2021
Be a founding donor to my campaign:https://t.co/gk2lmBINfW pic.twitter.com/z14wUlo8ls
Georgía hefur alla jafna verið eitt af vígum Repúblikana, en barátta Abrams vakti mikla athygli árið 2018 og er hún talin hafa gegnt lykilhlutverki þegar kom að því að auka kjörsókn svartra í Georgíu sem skilaði sér í sigri Demókratans Joes Biden í ríkinu í forsetakosningunum á síðasta ári.