Enn er unnið í því að fá atvinnuleyfir fyrir nýráðinn bráðabirgðastjóra félagsins, Ralf Rangnick, en Carrick hefur stýrt liðinu í seinustu tveimur leikjum.
United vann 2-0 sigur gegn Villareal í Meistaradeildinni í síðustu viku og gerði svo 1-1 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Ralf Rangnick's wait for a work permit means Michael Carrick will remain in charge for #MUFC's match against Arsenal on Thursday.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 30, 2021
Rangnick var formlega kynntur sem nýr bráðabirgðastjóri Manchester United í gær, en forráðamenn félagsins vonast til þess að hann geti stýrt liðinu gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni næsta sunnudag.
Leikur Manchester United og Arsenal er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en Arsenal situr í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig eftir 13 leiki. United situr hins vegar í áttunda sæti með fimm stigum minna, en sigur kemur þeim að fullu inn í baráttuna um Meistaradeildarsæti á ný.