Biðja hæstarétt að snúa ógildingu dóms yfir Bill Cosby við Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2021 23:28 Bill Cosby var látinn laus eftir tveggja ára fangelsisvist. Bastiaan Slabbers/Getty Images Saksóknarar í máli Bills Cosby hafa beðið Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa ákvörðun Hæstaréttar Pennsylvaníu, um að ógilda fangelsisdóm yfir honum, við. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“