Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2021 12:59 Magdalena Andersson er 34. í röðinni og fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. Í Svíþjóð er það þannig að meirihluti þingmanna þarf að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn. Í atkvæðagreiðslu sem lauk nú skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma greiddu 175 þingmenn Jafnaðarmanna, Græningja, Vinstriflokksins og Miðflokksins ýmist atkvæði með Andersson eða sátu hjá (101 greiddi atkvæði með og 74 sátu hjá). 173 þingmenn Moderaterna, Kristilegra demókrata, Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra greiddu atkvæði gegn tillögunni. Andersson, sem verður 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu, hefur verið fjármálaráðherra landsins frá árinu 2014. Hún tók við embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins fyrr í mánuðinum af Stefan Löfven. Andersson sagði af sér á miðvikudaginn, sjö tímum eftir að meirihluti þingsins hafði samþykkt hana sem nýjan forsætisráðherra, eftir að Græningjar tilkynntu að þeir myndu segja skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu. Sögðust leiðtogar Græningjar ekki vilja stýra landinu með fjárlögum sem hægriöfgaflokkur, það er Svíþjóðardemókratar, hafi komið að því að smíða. Jafnaðarmenn og Græningjar hafa myndað saman minnihlutastjórn í Svíþjóð frá árinu 2014, en Andersson mun nú leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna, en þingkosningar fara fram í landinu í september næstkomandi. Má ljóst vera að stjórnin verður ein sú veikasta í sögu landsins, enda háð því að þrír þingflokkar verji hana vanstrausti, auk þess að stjórnun mun þurfa að stýra landinu á fjárlögum stjórnarandstöðunnar. Þar sem Andersson hefur nú tekið við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar gegna fjórar konur nú embætti forsætisráðherra á Norðurlöndum – Andersson í Svíþjóð, Katrín Jakobsdóttir á Íslandi, Mette Frederiksen í Danmörku og Sanna Marin í Finnlandi. Jonas Gahr Støre tók við embætti forsætisráðherra í Noregi af Ernu Solberg í síðasta mánuði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Tilnefnir Andersson á nýjan leik Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag. 25. nóvember 2021 14:41 Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 24. nóvember 2021 16:31 Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Í Svíþjóð er það þannig að meirihluti þingmanna þarf að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn. Í atkvæðagreiðslu sem lauk nú skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma greiddu 175 þingmenn Jafnaðarmanna, Græningja, Vinstriflokksins og Miðflokksins ýmist atkvæði með Andersson eða sátu hjá (101 greiddi atkvæði með og 74 sátu hjá). 173 þingmenn Moderaterna, Kristilegra demókrata, Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra greiddu atkvæði gegn tillögunni. Andersson, sem verður 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu, hefur verið fjármálaráðherra landsins frá árinu 2014. Hún tók við embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins fyrr í mánuðinum af Stefan Löfven. Andersson sagði af sér á miðvikudaginn, sjö tímum eftir að meirihluti þingsins hafði samþykkt hana sem nýjan forsætisráðherra, eftir að Græningjar tilkynntu að þeir myndu segja skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu. Sögðust leiðtogar Græningjar ekki vilja stýra landinu með fjárlögum sem hægriöfgaflokkur, það er Svíþjóðardemókratar, hafi komið að því að smíða. Jafnaðarmenn og Græningjar hafa myndað saman minnihlutastjórn í Svíþjóð frá árinu 2014, en Andersson mun nú leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna, en þingkosningar fara fram í landinu í september næstkomandi. Má ljóst vera að stjórnin verður ein sú veikasta í sögu landsins, enda háð því að þrír þingflokkar verji hana vanstrausti, auk þess að stjórnun mun þurfa að stýra landinu á fjárlögum stjórnarandstöðunnar. Þar sem Andersson hefur nú tekið við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar gegna fjórar konur nú embætti forsætisráðherra á Norðurlöndum – Andersson í Svíþjóð, Katrín Jakobsdóttir á Íslandi, Mette Frederiksen í Danmörku og Sanna Marin í Finnlandi. Jonas Gahr Støre tók við embætti forsætisráðherra í Noregi af Ernu Solberg í síðasta mánuði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Tilnefnir Andersson á nýjan leik Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag. 25. nóvember 2021 14:41 Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 24. nóvember 2021 16:31 Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Tilnefnir Andersson á nýjan leik Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag. 25. nóvember 2021 14:41
Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 24. nóvember 2021 16:31
Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent