Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2021 23:11 Fjölmörg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið þar sem ekið hefur verið á gangandi vegfarendur. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39
Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52