Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. nóvember 2021 15:52 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“ Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning um árekstur hjólanna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar klukkan 8:08 í morgun. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafhlaupahjólsins sem lést. „Klukkan 08:08 fékk lögregla tilkynningu um umferðarslys þar sem rafhlaupahjól og vespa höfðu lent saman og orðið slys,“ segir Guðbrandur. Óljóst hvort ekið hafi verið á göngustíg eða reiðhjólastíg Að hans sögn er verið að kanna hvort vespan, eða léttbifhjólið eins og það kallast í regluverkinu, sé í öðrum eða fyrsta flokki slíkra ökutækja. Teljist það til annars flokks er hámarkshraði ökutækisins 45 km/klst en 25 km/klst sé það í fyrsta flokki. Aka má rafmagnsvespum á göngustígum komist þær ekki hraðar en 25 km/klst. Sé hraðinn meiri á að aka þeim á götunni. Slysið varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.Vísir/Vilhelm „Ekki er alveg ljóst hér hvort það hafi verið á reiðhjólastígnum eða göngustígnum,“ segir Guðbrandur. Hann segir alla anga málsins til skoðunar en sérstaklega sé það kannað hvort innsigli á hjólunum tveimur hafi verið rofin. „Allir þræðir í málinu eru til skoðunar og málið til rannsóknar og það sem rannsakað er er hvort innsigli hafi verið rofin, bæði á rafmagnshlaupahjólinu og síðan á létta bifhjólinu. Þá er til skoðunar hvort létta bifhjólið sé í flokki eitt eða flokki tvö, með 25 km hámarkshraða eða 45 og hvort það hafi yfir höfuð mátt vera á gangstétt eða bara á vegi. Það er til skoðunar,“ segir Guðbrandur. Klippa: Rannsaka hvort átt hafi verið við hjólin Voru báðir með viðeigandi hjálma Báðir ökumennirnir hafi verið með viðeigandi öryggishjálma en þrátt fyrir það hlotið mjög alvarleg meiðsl. „Annar er látinn og hinn mikið slasaður á gjörgæslu.“ Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur lætur lífið við akstur á rafmagnshlaupahjóli hér á landi. „Jú, það er því miður. Það er eitthvað sem við höfum óttast að gæti komið upp miðað við mikla notkun og oft óvarfærnislega,“ segir Guðbrandur. Slysið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan átta í morgun.Vísir/Vilhelm Hættulegar aðstæður skapist í myrkri og bleytu Ökumenn rafhlaupahjóla fari flestir varlega og eftir reglum en of mörg dæmi séu um að ekki sé farið eftir reglum um slík ökutæki. Talsverð aukning hafi verið í tilkynningum um slys á fólki við akstur slíkra tækja. „Þeim hefur farið fjölgandi og er sveiflukennt milli árstíða. Því miður er talsvert af slysum þar sem fólk hlýtur andlitsmeiðsl eða beinbrot en sem betur fer ekki mjög alvarlegt fyrr en nú. Þar af leiðandi getum við aldrei lagt á það nógu mikla áherslu að fólk fari eftir reglum og allir sýni varúð og varfærni,“ segir Guðbrandur. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönglusysa var við rannsókn á slysstað í morgun.Vísir/Vilhelm Aðstæður í morgun hafi verið mjög slæmar, mikið myrkur og hálka vegna bleytu á gangstéttinni. „Við höfum áhyggjum af öllum vegfarendum við slíkar aðstæður, sama hvers konar ökutæki það eru en ekki síður það sem við köllum óvarna vegfarendur sem sjást oft illa í myrkri og bleytu eins og var í morgun. Það er eins og malbikið gleypi stundum umhverfið við slíkar aðstæður. Þá eru götuljós og ökuljós gríðarlega mikilvæg.“
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03 Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10. nóvember 2021 13:03
Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2021 10:13