Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2021 12:00 Skimun á landamærum Ástralíu hefur verið aukin töluvert. Hér má sjá viðbúnaðinn á flugvelli í Sydney í morgun. Getty/James D. Morgan Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. Í frétt ríkisútvarps Ástralíu (ABC) segir að 260 farþegum og áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem fólkið var í hafi verið gert að fara í fjórtán daga sóttkví. Ómíkron-afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum heimsálfum. Það hefur meðal annars greinst í Þýskalandi, Ítalíu, Belgíu, Ísrael, Hong Kong og ríkjum í sunnanverðri Afríku. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Ríki víða um heim hafa beitt ferðatakmörkunum sem beinast að ríkjum sunnanverðrar Afríku og er ætlað að koma í veg fyrir dreifingu Ómíkron-afbrigðisins. Engir hafa þó gengið jafn langt og Ísraelsmenn sem hafa lokað landamærunum gagnvart öllum nema Ísraelum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó varað við því fólk fari ekki fram úr sér, ef svo má að orði komast, áður en frekari upplýsingar af um afbrigðið liggja fyrir. Stofnunin hefur einnig gagnrýnt auðugri þjóðir heimsins fyrir að sanka að sér bóluefnum. Bóluefna-ójöfnuður leiði til frekari dreifingar Covid-19 og þar af leiðandi séu meiri líkur á því að ný afbrigði stingi upp kollinum. Hoarding of #COVID19 vaccines by some countries & lack of global solidarity makes us vulnerable not only to this virus, but also to the next ones that may come along. #VaccinEquityJoin our fight to end the pandemic: https://t.co/A5OzBgY9oi pic.twitter.com/EydVbvJsfk— World Health Organization (WHO) (@WHO) November 28, 2021 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, að það kæmi honum ekki á óvart ef Ómíkron-afbrigðið væri þegar í dreifingu þar á landi. Það hefði ekki greinst enn en miðað við hvað það virðist dreifast auðveldlega manna á milli sagði Fauci líklegt að afbrigðið myndi fara „út um allt“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala, sagði sömuleiðis í gær að allar líkur væru á því að Ómíkron-afbrigðið bærist hingað til lands. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ sagði Björn í samtali við Vísi. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 28. nóvember 2021 09:31 Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Í frétt ríkisútvarps Ástralíu (ABC) segir að 260 farþegum og áhafnarmeðlimum flugvélarinnar sem fólkið var í hafi verið gert að fara í fjórtán daga sóttkví. Ómíkron-afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum heimsálfum. Það hefur meðal annars greinst í Þýskalandi, Ítalíu, Belgíu, Ísrael, Hong Kong og ríkjum í sunnanverðri Afríku. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Ríki víða um heim hafa beitt ferðatakmörkunum sem beinast að ríkjum sunnanverðrar Afríku og er ætlað að koma í veg fyrir dreifingu Ómíkron-afbrigðisins. Engir hafa þó gengið jafn langt og Ísraelsmenn sem hafa lokað landamærunum gagnvart öllum nema Ísraelum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó varað við því fólk fari ekki fram úr sér, ef svo má að orði komast, áður en frekari upplýsingar af um afbrigðið liggja fyrir. Stofnunin hefur einnig gagnrýnt auðugri þjóðir heimsins fyrir að sanka að sér bóluefnum. Bóluefna-ójöfnuður leiði til frekari dreifingar Covid-19 og þar af leiðandi séu meiri líkur á því að ný afbrigði stingi upp kollinum. Hoarding of #COVID19 vaccines by some countries & lack of global solidarity makes us vulnerable not only to this virus, but also to the next ones that may come along. #VaccinEquityJoin our fight to end the pandemic: https://t.co/A5OzBgY9oi pic.twitter.com/EydVbvJsfk— World Health Organization (WHO) (@WHO) November 28, 2021 AP fréttaveitan hefur eftir Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, að það kæmi honum ekki á óvart ef Ómíkron-afbrigðið væri þegar í dreifingu þar á landi. Það hefði ekki greinst enn en miðað við hvað það virðist dreifast auðveldlega manna á milli sagði Fauci líklegt að afbrigðið myndi fara „út um allt“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala, sagði sömuleiðis í gær að allar líkur væru á því að Ómíkron-afbrigðið bærist hingað til lands. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ sagði Björn í samtali við Vísi.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 28. nóvember 2021 09:31 Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 28. nóvember 2021 09:31
Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27. nóvember 2021 15:48
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38
Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27. nóvember 2021 18:00