Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að hann muni gera allt til að koma í veg fyrir að Ermarsundið verði grafreitur. Hann fordæmi þá sem bera ábyrgð.
I am shocked, appalled and deeply saddened by the loss of life at sea in the Channel.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 24, 2021
My thoughts are with the victims and their families.
Now is the time for us all to step up, work together and do everything we can to stop these gangs who are getting away with murder. pic.twitter.com/D1LWeoIFIu
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist eyðilagður eftir fréttirnar og bætir við að yfirvöld í Bretlandi muni beita sér að hörku í að stöðva smyglara. Nú sé tíminn til að standa saman.
Forte émotion devant le drame des nombreux morts dû au chavirage d’un bateau de migrants dans la Manche.
— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) November 24, 2021
On ne dira jamais assez le caractère criminel des passeurs qui organisent ces traversées. Je me rends sur place.
Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, tjáði sig um málið á Twitter og sagði að orð gætu ekki lýst því hve fyrirlitlegt athæfi smyglaranna væri.
Fjórir voru handteknir nálægt landamærum Belgíu og eru einstaklingarnir sagðir hafa tengsl við málið. Þetta segir í frétt BBC.