Í lok vetrar verði Þjóðverjar „bólusettir, búnir að ná sér af Covid eða látnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 22:37 Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Carsten Koall/Getty Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, undirstrikaði í dag mikilvægi þess að landar hans létu bólusetja sig. Það gerði hann á afar beinskeyttan hátt, þegar hann ræddi við fréttamenn á fundi í Berlín í dag. „Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
„Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira