Innlent

Af­gangur af örvunar­skömmtum í boði í Laugar­dals­höll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir þá sem koma fyrir klukkan fjögur geta fengið örvunarskammt.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir þá sem koma fyrir klukkan fjögur geta fengið örvunarskammt. Vísir/Vilhelm

Um fjögur hundruð örvunarskammtar með mRNA bóluefni Pfizer eru eftir í Laugardalshöll og standa fólki til boða til klukkan fjögur í dag. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mánuðir þurfa þó að hafa liðið frá sprautu númer tvö.

Bólusetningarátak með örvunarskömmtum hófst þann 15. nóvember í Laugardalshöll og hefur mæting verið aðeins undir væntingum.

Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur af bóluefni gegn COVID-19. Það fá allir boð en viðmiðið hefur verið að einstaklingar mega koma í Laugardalshöll ef það eru liðnir um það bil sex mánuðir frá seinni skammti grunnbólusetningar.

Ragnheiður segir varðandi örvunarskammtana í dag sé miðað við að fimm mánuðir séu liðnir frá því að fólk fékk sprautu númer tvö.

Fjórtán dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19. Strikamerkið gildir áfram ef boð berst á þessum tíma.

Þau sem eru búin með grunnbólusetningu og hafa fengið Covid eiga að bíða þangað til frekari fyrirmæli berast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×