Innlent

Urðu að taka barn með keisara­skurði vegna Co­vid-veikinda móður

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Móðurinni og barninu heilsast vel í dag.
Móðurinni og barninu heilsast vel í dag. vísir/vilhelm

Fæðingar­deild Land­spítala varð að taka barn Co­vid-veikrar móður með keisara­skurði fyrr í þessum mánuði vegna veikinda hennar.

RÚV greinir frá þessu í kvöld en sam­kvæmt heimildum miðilsins heilsast bæði móðurinni og barninu vel í dag. Hún sé ekki lengur í öndunar­vél.

Svo veik var móðirin að spítalinn vildi leggja hana á grúfu svo hún ætti hægara með öndun. Það var hins vegar ekki hægt vegna þess að hún var ó­létt og því var á­kveðið að taka barnið með keisara­skurði, en hún var komin langt á leið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.