Man Utd hefur ekki spilað vel á tímabilinu og eftir 4-1 tap gegn Watford í gær var aðalstjórn félagsins boðuð til neyðarfundar.
Niðurstaða fundarins var að Ole Gunnar skyldi rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri félagsins en hann tók við stjórnartaumunum af Jose Mourinho í desember 2018.
Félagið staðfesti brottrekstur Solskjær í morgun og í kjölfarið var hann kvaddur með virktum á heimasíðu félagsins og samfélagsmiðlum þess.
United. Always.
— Manchester United (@ManUtd) November 21, 2021
#MUFC pic.twitter.com/H57iPf0KuZ
Eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan var Solskjær auðmjúkur þrátt fyrir brottreksturinn en átti erfitt með tilfinningar sínar þegar hann var spurður út í mikilvægan leik liðsins í Meistaradeild Evrópu næstkomandi þriðjudag.
„Ég talaði við hópinn í morgun og sagði þeim að trúa á sig sjálfa. Við vitum að við erum betri en þetta svo farið út á völl með kassann úti og njótið þess að vera leikmenn Man Utd. Meistaradeildin er stærsta sviðið og þegar þið vinnið leikinn eruð þið komnir áfram,“ sagði Solskjær áður en hann sendi Michael Carrick, bráðbirgðastjóra Man Utd, stuðningskveðju og brast nánast í grát um leið.
Our farewell interview with Ole Gunnar Solskjaer #MUFC
— Manchester United (@ManUtd) November 21, 2021