Neyðarfundur eftir niðurlæginguna gegn Watford - Solskjær rekinn og Zidane boðið gull og grænir skógar? Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. nóvember 2021 08:00 Að hirða starfið af Solskjær? vísir/getty Manchester United tapaði á niðurlægjandi hátt fyrir nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa forráðamenn félagsins miklar áhyggjur af stöðu liðsins. Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Sjá meira
Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Sjá meira