„Auðvitað er þetta svikamylla“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 15:00 Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Vísir Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. „Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Sjá meira
„Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Sjá meira
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15