Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 15:06 Maður hleypur undan vatnsbyssu pólskra hermanna við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. AP/Leonid Shcheglov/BelTA Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið. Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið.
Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44