Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 15:06 Maður hleypur undan vatnsbyssu pólskra hermanna við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. AP/Leonid Shcheglov/BelTA Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið. Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið.
Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44