Erlent

Hafa sam­mælst um að lög­leiða neyslu kanna­bis

Atli Ísleifsson skrifar
Olaf Scholz mun að öllum líkindum taka við kanslaraembættinu í Þýskalandi af Angelu Merkel á næstu vikum.
Olaf Scholz mun að öllum líkindum taka við kanslaraembættinu í Þýskalandi af Angelu Merkel á næstu vikum. EPA

Þýsku stjórnmálaflokkarnir þrír sem eiga nú í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sammælst um að lögleiða almenna kannabisneyslu í landinu. Hingað til hefur neysla kannabis í lækningaskyni einungis verið heimil

Der Spiegel segir frá þessu en í sameiginlegri yfirlýsingu frá Jafnaðarmannaflokknum, Græningjum og Frjálslyndum demókrötum segir að ætlunin sé að koma á skipulagi á markaðinn. Verði hægt að selja fullorðnum, eldri en átján ára, kannabis í verslunum sem þurfi að sækja um sérstakt söluleyfi til hins opinbera.

Tillögur flokkanna gera ráð fyrir að mat verði svo lagt reynsluna af lagabreytingunni að fjórum árum liðnum.

Allt stefnir í að ný ríkisstjórn taki við í Þýskalandi á næstu vikum og að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz muni þá taka við kanslaraembættinu af Angelu Merkel.

Um mánuður er frá því að ríkisstjórn Lúxemborgar tilkynnti að ræktun og neysla kannabis yrði lögleidd í landinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×