Enski boltinn

Um­boðs­maður Pogba: „Desember er mánuður drauma“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mino Raiola þykist ekki vilja athygli ljósmyndara.
Mino Raiola þykist ekki vilja athygli ljósmyndara. Stefano Guidi/Getty Images

Mino Raiola, umboðsmaður franska miðjumannsins Paul Pogba, heldur áfram að orða leikmanninn frá Manchester United.

Samningur Paul Pogba við Man United rennur út næsta sumar og hefur leikmaðurinn ekki enn skrifað undir framlengingu. Samkvæmt fjölmiðlum ytra vill Pogba – og Raiola – ágætis launahækkun á nú þegar himinháum launum. 

Fari svo að Pogba skrifi ekki undir í Manchester-borg er ljóst að fjöldi stórliða um alla Evrópu reyna fá hann í sínar raðir. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Juventus og þá er talið að spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona vilji ólm fá hann í sínar raðir.

Raiola hefur verið duglegur að mæta í viðtöl, þá sérstaklega í landsleikjahléum, og tjá skoðun sína á málefnum Pogba.

Í viðtali við ítalska fjölmiðilinn Rai sagði Raiola:

„Desember væri mánuður drauma og hann gæti ekki stöðvað drauma en það er best fyrir mig að tala ekki um Paul. Ef fyrrum leikmenn Man Utd fá ekki að tala um mig eða Paul þá missa þeir vinnuna.“

Þarna er Raiola eflaust að vitna í menn á borð við Gary Neville, Paul Scholes, Roy Keane og Rio Ferdinand sem eru allir duglegir að tjá sig um málefni Paul Pogba.

Hinn 28 ára gamli Pogba virtist togna aftan í læri á æfingu franska landsliðsins fyrir ekki svo löngu og er nú staddur í Dúbaí þar sem endurhæfing hans fer fram. Hann hefur verið á mála hjá Manchester United frá árinu 2016 en þar áður lék hann með Juventus.

Hann á að baki 89 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 11 mörk. Þá varð hann heimsmeistari árið 2018 og lék til úrslita á EM tveimur árum áður.

Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins.Chloe Knott/Getty ImagesFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.