Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:56 Paul Gosar frá Arizona er einn af öfgafyllri þingmönnum Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53