Erlent

Þrír látnir og tugir særðir eftir árásir í Úganda

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að fjórði árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og hald lagt á sprengivesti hans.
Lögregla segir að fjórði árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og hald lagt á sprengivesti hans. Getty

Þrír eru látnir og rúmlega þrjátíu særðust í árásum sjálfsvígssprengjumanna í úgöndsku höfuðborginni Kampala í morgun.

BBC segir frá því að þrír árásarmenn á mótorhjólum hafi sprengt sjálfa sig í loft upp nærri þinghúsinu og lögreglustöð höfuðborgarinnar. Er talið líklegt að fjöldi látinna komi til með að hækka.

Talsmenn yfirvalda saka vígasveit sem gerir út frá Lýðveldinu Kongó (ADF) um árásirnar sem áttu sér stað á um þriggja mínútna tímabili. Þá er fullyrt að fleiri sprengjur hafi fundist í öðrum borgarhlutum Kampala.

Lögregla segir að fjórði árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og hald lagt á sprengivesti hans.

Þingstörfum var aflýst og þingmönnum ráðlagt að halda sig fjarri þinghúsinu.

ADF var stofnað undir lok tíunda áratugarins af andstæðingum Yoweri Museveni, þáverandi forseta Úganda og hefur staðið fyrir árásum í landinu síðustu misserin. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×