Erlent

Mennirnir fjórir látnir lausir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla að störfum á vettvangi.
Lögregla að störfum á vettvangi. epa

Mennnirnir fjórir sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkaárásina í Liverpool á Englandi á sunnudag hafa nú verið leystir úr haldi en lögregla segir þá hafa veitt skýr svör við spurningum sínum.

Lögreglan hefur nafngreint árásarmanninn, sem hét Emad Al Swealmeen. Hann var 32 ára gamall hælisleitandi frá Miðausturlöndum en snerist til kristinnar trúar árið 2017. Hann er sagður hafa glímt við geðræn vandamál.

Lögregla segir að mikilvæg sönnunargögn hafi fundist á heimili Al Swealmeen við húsleit en hann bjó í suðausturhluta Liverpool-borgar. 

Hann mun hafa snúist til kristinnar trúar í formlegri athöfn í dómkirkjunni í Liverpool en talið er líklegt að kirkjan hafi upphaflega átt að vera skotmark hans. Þar fór fram minningarathöfn um fallna hermenn.


Tengdar fréttir

Leigubílstjóri hylltur sem hetja eftir hryðjuverk í Liverpool

Breska lögreglan segir að sprenging í leigubíl fyrir utan sjúkrahús í Liverpool í gær hafi verið hryðjuverk. Ekki sé þó ljóst hvað árásarmanninum gekk til. Leigubílstjóri læsti árásarmanninn inn í bílnum og hefur verið hylltur sem hetja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×