Erlent

65 ára og eldri fá ekki Covid-passa nema þeir þiggi örvunarskammt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Forsetinn sagði faraldrinum ekki lokið en fjöldi greindra í Frakklandi jókst um 40 prósent síðustu viku.
Forsetinn sagði faraldrinum ekki lokið en fjöldi greindra í Frakklandi jókst um 40 prósent síðustu viku. epa/Michel Eulera

Á næstunni munu taka gildi nýjar reglur í Frakklandi sem kveða á um að einstaklingar 65 ára og eldri þurfa að hafa þegið örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19 til að mega ferðast og heimsækja veitingastaði og söfn.

Sóttvarnarreglur eru óvíða jafn strangar og í Frakklandi en þrátt fyrir hátt bólusetningarhlutfall hefur tilfellum farið fjölgandi. Í gær greindust 12.476 með kórónuveiruna og fleiri hafa ekki greinst á einum degi frá því í september.

Forseti landsins, Emmanuel Macron, sagði frá því í gær að frá 15. desember þyrftu eldri borgarar að hafa þegið örvunarskammt til að framlengja Covid-passann sinn en þeim þarf fólk að framvísa við ýmis tilefni, til dæmis til að komast inn á veitingastaði.

Macron sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að baráttunni við faraldurinn væri ekki lokið og að allt benti til þess að vörnin sem hlytist af bólusetningu minnkaði eftir sex mánuði og hættan á alvarlegum aukaverkunum Covid-19 ykist á ný.

Lausnin væri örvunarskammtur.

Forsetinn sagði að í nóvember fengju einstaklingar á aldrinum 50 til 64 ára örvunarskammt en 80 prósent þeirra sem lægju inni á spítala með sjúkdóminn væru 50 ára og eldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×