Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 21:30 Frá árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar. AP/Julio Cortez Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því. Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira