Innlent

Magnús Þór kjörinn nýr for­maður Kennara­sam­bandsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og nýkjörinn formaður KÍ. 
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og nýkjörinn formaður KÍ.  Vísir/Friðrik

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hefur verið kjörinn nýr formaður Kennarasambands Íslands (KÍ). Magnús tekur við á 8. þingi sambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Atkvæðagreiðslan fór fram með rafrænum hætti og lauk klukkan 14 í dag en frestur til að kjósa var framlengdur í gær vegna bilunar í kosningakerfi. Magnús Þór tekur við formennsku af Ragnari Þór Péturssyni sem hefur gegnt formennsku í KÍ frá árinu 2018. Greint er frá niðurstöðunum á vef KÍ en fjórir frambjóðendur voru í framboði. 

Anna María Gunnarsdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindsson og Magnús Þór Jónsson buðu sig fram í embættið.Samsett

Féllu atkvæði þannig:

Anna María Gunnarsdóttir hlaut 2.171 atkvæði eða 32,51%

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hlaut 1.083 atkvæði eða 16,22%

Heimir Eyvindsson hlaut 522 atkvæði eða 8,27%

Magnús Þór Jónsson hlaut 2.778 atkvæði eða 41,61%

Auðir seðlar voru 93 eða 1,39%. Á kjörskrá voru 11.068 og greiddu 6.676 atkvæði. Var kjörsókn því 60,32%.

Rætt var við frambjóðendurna í þættinum Pallborðinu á Vísi í síðustu viku.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Formannskjör Kennarasambands Íslands framlengt vegna bilunar

Formannskjör Kennarasambands Íslands hefur verið framlengt en til stóð að atkvæðagreiðslu myndi ljúka klukkan 14 í dag. Vegna bilunar í kerfinu ákvað kjörstjórn sambandsins að framlengja frestinn til að kjósa um einn sólarhring og geta félagsmenn því greitt atkvæði til klukkan 14 á morgun, þriðjudag.

For­­manns­efni kennara segja kulnun mikil­vægasta verk­efnið

Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.