Erlent

Tals­­menn kola- gas- og olíu­­iðnaðarins fjöl­­mennir á COP26

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26).
Frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26). AP

Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins þar sem vísað er í greiningu frá umhverfisverndarsamtökum á gestalista ráðstefnunnar sem segjast greina 503 einsaklinga á listanum sem séu á ráðstefnunni til að gæta hagsmuna jarðefnaeldnseytisiðnaðarins.

Aðgerðasinnar vilja meina að slíkir fulltrúar eigi ekkert erindi á slíka ráðstefnu og segja veru þeir þar í raun ástæðu þess að svo lítið hafi þokast á fyrri ráðstefnum.

Um 40 þúsund manns sækja loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Brasilía er með fjölmennustu sendinefnda, alls 479 manns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×