99 fórust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 14:41 Fólk safnaðist saman við sprengjustaðinn í morgun. AP Photo/Seima Camara Minnst 99 fórust og meira en 100 særðust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í kjölfar áreksturs í höfuðborg Síerra Leóne í gærkvöldi. Enn mátti sjá bensín leka úr flaki flutningabílsins í morgun á meðan lögregla og her reyndu að vísa stórum hópum fólks frá, sem höfðu safnast saman við flakið. Þetta segir í frétt Reuters um málið. Sjá mátti kolsvört flök bíla og mótorhjóla sem skemmdust í sprengingunni og lík á víð og dreif. Hundruð höfðu safnast saman við slysstaðinn í morgun í Wellington hverfinu í Freetown, höfuðborg landsins. Flutningabíllinn hafði lent í árekstri og gat komið á bensíntankinn. Hluti þeirra sem fórst í sprengingunni hafði safnast saman við bílinn til að sækja sér bensín sem lak úr tanknum út á götuna að sögn Yvonne Aki-Sawyerr, borgarstjóra. Hér fyrir neðan er myndband af slysstað. Það er tekið eftir sprenginguna. Varað er við efni myndbandsins. Það er mjög grafískt og ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Eldsneytisflutningabíll sprakk í Síerra Leóne Svona slys eru ekki einsdæmi og raunar fremur algeng í mið-Afríku. Hundruð hafa farist á undanförnum árum við það að sækja sér bensín sem hefur lekið, sem síðan hefur sprungið í loft upp. Til að mynda fórust 85 í Tansaníu árið 2019 þegar eldsneytisflutningabíll sprakk og fimmtíu fórust í samskonar slysi í Austur-Kongó árið 2018. Síerra Leóne Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Enn mátti sjá bensín leka úr flaki flutningabílsins í morgun á meðan lögregla og her reyndu að vísa stórum hópum fólks frá, sem höfðu safnast saman við flakið. Þetta segir í frétt Reuters um málið. Sjá mátti kolsvört flök bíla og mótorhjóla sem skemmdust í sprengingunni og lík á víð og dreif. Hundruð höfðu safnast saman við slysstaðinn í morgun í Wellington hverfinu í Freetown, höfuðborg landsins. Flutningabíllinn hafði lent í árekstri og gat komið á bensíntankinn. Hluti þeirra sem fórst í sprengingunni hafði safnast saman við bílinn til að sækja sér bensín sem lak úr tanknum út á götuna að sögn Yvonne Aki-Sawyerr, borgarstjóra. Hér fyrir neðan er myndband af slysstað. Það er tekið eftir sprenginguna. Varað er við efni myndbandsins. Það er mjög grafískt og ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Eldsneytisflutningabíll sprakk í Síerra Leóne Svona slys eru ekki einsdæmi og raunar fremur algeng í mið-Afríku. Hundruð hafa farist á undanförnum árum við það að sækja sér bensín sem hefur lekið, sem síðan hefur sprungið í loft upp. Til að mynda fórust 85 í Tansaníu árið 2019 þegar eldsneytisflutningabíll sprakk og fimmtíu fórust í samskonar slysi í Austur-Kongó árið 2018.
Síerra Leóne Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira