Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2021 16:25 Jóhannes með hinn ófrýnilega eldislax sem hann veiddi í Fífudalsá. Hann segir að eldislaxinn sé farinn að hrygna í laxveiðiám í stórum stíl og þá er ekki að sökum að spyrja. Hinn náttúrulegi laxastofn mun tapa eiginleikum sínum. skjáskot Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til. „Þetta er dæmi sem er margstaðfest,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann er ómyrkur í máli en hann hefur undanfarin árin fengist við rannsóknir á laxastofnum í ám við Arnarfjörð. Þar í grenndinni er stundað umfangsmikið sjókvíaeldi og vakti það athygli þegar Veiga Grétarsdóttir kajakræðari náði myndum af illa leiknum eldislaxi þar í kvíum í sumar. Erfðablöndun náttúrulegra laxastofna og eldisfiska þýðir að stofnarnir missa eiginleika sem þeir hafa þróað í árþúsundir til að lifa af við aðstæður bæði í uppeldisám sínum og svo við skilyrði sem þeim eru búin þegar þeir ganga til hafs. Ekki þarf að leikslokum að spyrja: Þeir stofnar verða þar með útdauðir í náinni framtíð. Jóhannes spyr hvernig það megi vera að ráðamenn skelli skollaeyrum við þessari staðreynd? Sláandi niðurstöður Í liðnum október veiddi Jóhannes eldislax úr sjókvíaeldi við árlegar vöktunarveiðar við Fífustaðadalsá í Arnarfirði. „Þessi eldislax stóð fyrir 4 prósentum af hrygningarlaxinum í ánni. Vöktunarrannsóknin í Fífustaðadalsá hefur leitt í ljós að 5 ár af þeim 7 árum sem fylgst hefur verið með ástandinu þar, þá hefur eldislax verið að finna á hrygningartíma í ánni. Eldislax úr sjókvíum stóð að baki 5,6 - 21,7 prósentum hrygningarlaxanna í Fífustaðadalsá þau ár.“ Jóhannes birtir eftirtektarverðar niðurstöður sínar á vefsíðu sinni, Laxfiskar. Klippa: Eldislax í Fífustaðadalsá Þetta eru sláandi niðurstöður. Jóhannes segir að ekki þurfi að orðlengja hversu viðkvæmir litlir laxastofnar á borð við þann í Fífustaðadalsá eru gagnvart áhrifum eldis á laxi í sjókvíum í næsta nágrenni. „Laxastofninn í Fífustaðadalsá og aðrir íslenskir laxastofnar eru í sívaxandi hættu vegna erfðablöndunar og laxalúsavandamála sem sjókvíaeldi á norskum laxi við Íslandsstrendur veldur. Laxalýs frá laxeldinu í Arnarfirði draga einnig úr lífslíkum sjóbirtinga úr ánum í firðinum,“ segir Jóhannes. Hér ofar má má sjá myndband sem Jóhannes hefur birt á síðu sinni laxfiskar, af því þegar hann klófestir eldislaxinn ófrýnilega. Hvað eru stjórnvöld að hugsa? Jóhannes gagnrýnir stjórnvöld og eftirlitsstofnanir harðlega. Hann segir þetta nú margstaðfest, að um erfðablöndun sé að ræða. Þetta eru ekki frávik heldur meginregla. Ekki þurfi að deila um að eldisfiskarnir sleppa úr sjókvíum. Jóhannes er einn okkar fremsti fræðimaður á sviði ferskvatnsfiska. Hann hefur að sögn gert allt til að ná eyrum ráðamanna um hina miklu vá sem nú stendur fyrir dyrum en án árangurs. „Litlir laxastofnar sem eru næst sjókvíaeldi eru ofurseldir þessu. Eldisfiskur gengur þarna upp og hann hrygnir. Og svo þegar seiðin ganga út eru þau útsett fyrir laxalús sem er við kvíarnar.“ Jóhannes segir að menn reyni að henda þessum fiskum á land ef þeir þekkja þá í sjón. En einhverjir eru búnir að hrygna og ekki sé hægt að hreinsa það upp, þar er um tómt mál að tala. „Þetta er sýnidæmi um það sem mun gerast áfram og þegar verst árar verður þetta víðar og í ám sem eru fjær. Við erum með laxastofna sem eru að glata tilvist sinni á einhverjum áratugum í lengsta falli. Miðað við þessi ósköp fyrr, við erum að ofurselja þessa litlu laxastofna næst sjókvíaeldinu. Við ákveðum það með aðgerðarleysi okkar að fórna náttúrunni fyrir þennan iðnað. Þetta er heimatilbúið vandamál. Við erum að horfa á að fólk með tómlæti sínu ákveður það að einhver laxatofn sé ómerkilegri en einhver annar.“ Erum að slátra litlum laxastofnum Jóhannes segir að áhættumat um erfðablöndun sem fyrir liggur sé handónýtt. Viðmiðið eru laxastofnar sem eru fjær eldinu en það sé ekki einu sinni að gagnast þar. „Af hverju setja menn saman plagg sem undanskilur þessa litlu laxastofna? Það er eitthvað sem þeir sem bjuggu til þetta plagg verða að svara. Að líffræðingar af öllum, eins og hjá Hafró og aðrir líka, skuli undanskilja þá sem síst skyldi sem eru þessir litlu laxastofnar er óskiljanlegt. Að þröskuldsgildi séu þetta há en ekki lægri. Stóra spurningin: hvað veldur því að einhverjir fáeinir tugir laxastofna eru ekki inni í áhættumatinu? Þessi litla á sem ég er að tala um þarna er birtingarmynd þess sem er að gerast.“ Og þetta segir Jóhannes staðfest ár eftir ár eftir ár – fimm ár – undantekningarnar sem er meginreglan varðandi þetta ástand og það sýni svo ekki verður um villst að við erum ekki á réttri leið. Eldislaxinn er illa leikinn og ófrýnilegur eftir vistina í sjókvínni.skjáskot „Eða er þetta leiðin sem menn vilja fara; að slátra þessum litlu laxastofnum? Hvaða leyfi hafa þeir sem á tyllidögum nefna að við séum aðilar að alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem við erum, og viljum varðveita líffræðilegan fjölbreytileika. Hægri höndin segir það en vinstri er á sama tíma að gera eitthvað allt annað.“ Höfum ekki leyfi til að krukka í lífríkinu með þessum hætti Jóhannes segir að þessum niðurstöðum hafi ítrekað verið komið á framfæri við stjórnsýsluna en þar skella menn skollaeyrum við. „Það þarf ekki að vitna til alþjóðlega samninga. Við teljum okkur vera að vinna í anda náttúruverndar og hvað er þetta þá? Hér er höggvið fyrir neðan beltisstað. Það er ekki viðleitni í þá átt að reyna að laga þetta. Menn eru að setja upp myndavélateljara sem eru tugi eða hundruð kílómetra frá eldinu. Hvaða speki er það?“ Spyr sá sem ekki veit, segir Jóhannes: Hvenær drepur maður laxastofn og hvenær ekki? „Þetta er svo vitlaust að það er ekki hægt að finna neitt vitlausara. Við erum sammála innst inni að við eigum að varðveita líf. Við erum búin að sjá að hversu ómerkilegt sem okkur finnst þetta þá gefur gangverkið sig ef menn eru að kippa út hinu og þessu eftir hentugleik. Við höfum ekkert leyfi til að krukka í þessu með þessum hætti.“ Hvorki hósti né stuna úr umhverfisráðuneytinu Jóhannes segist ekki ná í gegn með þessar staðreyndir, hann nær ekki eyrum ráðamanna og hann furðar sig á þögninni sem ríkir um þetta mál í ráðuneytinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kom inn í ríkisstjórn sem umhverfisverndarsinni á vegum Vinstri grænna. Jóhannes segir að svo virðist sem þeim í umhverfisráðuneytinu sé sama um hinn villta laxastofn, hann er metinn sem skiptimynt við hin pólitísku hrossakaup.Vísir/Vilhelm „Hvernig stendur á því að þetta mál, sem er stærsta umhverfismál sem núlifandi aðilar hafa upplifað sem ógn sem steðjar að fiskum í ferskvatni, laxi og sjóbirtingur út af laxalúsinni, að ekki heyrist hósti né stuna úr umhverfisráðuneytinu um þessi mál?“ spyr Jóhannes. Jóhannes gefur sig ekki út fyrir að vera pólitíkus, hann er vísindamaður, og hann segist skilja að það séu miklar tilfinningar í þessu. En hann hafi reynt allt til að koma þessum staðreyndum á framfæri við íslenska stjórnmálamenn og stjórnsýsluna en án árangurs. Hann getur ekki skilið þetta öðru vísi en svo að þetta segi þá sögu að svona sé samið um kaupin á eyrinni, hvar má rugga bátnum og hvar ekki. „Dauðaþögn í þessum málum og ekki hægt að leggja nema einn skilning í það. Það er ekkert að gerast,“ segir Jóhannes og það er ljóst að honum er illa brugðið en hann leyfir sér ekki að gefast upp við að reyna að benda á þessa vá. Sem enginn ætti því að velkjast í vafa um að er raunveruleg. Dæmi um ófremdarástand frá bæði Skotlandi og Noregi æpa á okkur. Fiskeldi Lax Dýr Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Sjá meira
„Þetta er dæmi sem er margstaðfest,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann er ómyrkur í máli en hann hefur undanfarin árin fengist við rannsóknir á laxastofnum í ám við Arnarfjörð. Þar í grenndinni er stundað umfangsmikið sjókvíaeldi og vakti það athygli þegar Veiga Grétarsdóttir kajakræðari náði myndum af illa leiknum eldislaxi þar í kvíum í sumar. Erfðablöndun náttúrulegra laxastofna og eldisfiska þýðir að stofnarnir missa eiginleika sem þeir hafa þróað í árþúsundir til að lifa af við aðstæður bæði í uppeldisám sínum og svo við skilyrði sem þeim eru búin þegar þeir ganga til hafs. Ekki þarf að leikslokum að spyrja: Þeir stofnar verða þar með útdauðir í náinni framtíð. Jóhannes spyr hvernig það megi vera að ráðamenn skelli skollaeyrum við þessari staðreynd? Sláandi niðurstöður Í liðnum október veiddi Jóhannes eldislax úr sjókvíaeldi við árlegar vöktunarveiðar við Fífustaðadalsá í Arnarfirði. „Þessi eldislax stóð fyrir 4 prósentum af hrygningarlaxinum í ánni. Vöktunarrannsóknin í Fífustaðadalsá hefur leitt í ljós að 5 ár af þeim 7 árum sem fylgst hefur verið með ástandinu þar, þá hefur eldislax verið að finna á hrygningartíma í ánni. Eldislax úr sjókvíum stóð að baki 5,6 - 21,7 prósentum hrygningarlaxanna í Fífustaðadalsá þau ár.“ Jóhannes birtir eftirtektarverðar niðurstöður sínar á vefsíðu sinni, Laxfiskar. Klippa: Eldislax í Fífustaðadalsá Þetta eru sláandi niðurstöður. Jóhannes segir að ekki þurfi að orðlengja hversu viðkvæmir litlir laxastofnar á borð við þann í Fífustaðadalsá eru gagnvart áhrifum eldis á laxi í sjókvíum í næsta nágrenni. „Laxastofninn í Fífustaðadalsá og aðrir íslenskir laxastofnar eru í sívaxandi hættu vegna erfðablöndunar og laxalúsavandamála sem sjókvíaeldi á norskum laxi við Íslandsstrendur veldur. Laxalýs frá laxeldinu í Arnarfirði draga einnig úr lífslíkum sjóbirtinga úr ánum í firðinum,“ segir Jóhannes. Hér ofar má má sjá myndband sem Jóhannes hefur birt á síðu sinni laxfiskar, af því þegar hann klófestir eldislaxinn ófrýnilega. Hvað eru stjórnvöld að hugsa? Jóhannes gagnrýnir stjórnvöld og eftirlitsstofnanir harðlega. Hann segir þetta nú margstaðfest, að um erfðablöndun sé að ræða. Þetta eru ekki frávik heldur meginregla. Ekki þurfi að deila um að eldisfiskarnir sleppa úr sjókvíum. Jóhannes er einn okkar fremsti fræðimaður á sviði ferskvatnsfiska. Hann hefur að sögn gert allt til að ná eyrum ráðamanna um hina miklu vá sem nú stendur fyrir dyrum en án árangurs. „Litlir laxastofnar sem eru næst sjókvíaeldi eru ofurseldir þessu. Eldisfiskur gengur þarna upp og hann hrygnir. Og svo þegar seiðin ganga út eru þau útsett fyrir laxalús sem er við kvíarnar.“ Jóhannes segir að menn reyni að henda þessum fiskum á land ef þeir þekkja þá í sjón. En einhverjir eru búnir að hrygna og ekki sé hægt að hreinsa það upp, þar er um tómt mál að tala. „Þetta er sýnidæmi um það sem mun gerast áfram og þegar verst árar verður þetta víðar og í ám sem eru fjær. Við erum með laxastofna sem eru að glata tilvist sinni á einhverjum áratugum í lengsta falli. Miðað við þessi ósköp fyrr, við erum að ofurselja þessa litlu laxastofna næst sjókvíaeldinu. Við ákveðum það með aðgerðarleysi okkar að fórna náttúrunni fyrir þennan iðnað. Þetta er heimatilbúið vandamál. Við erum að horfa á að fólk með tómlæti sínu ákveður það að einhver laxatofn sé ómerkilegri en einhver annar.“ Erum að slátra litlum laxastofnum Jóhannes segir að áhættumat um erfðablöndun sem fyrir liggur sé handónýtt. Viðmiðið eru laxastofnar sem eru fjær eldinu en það sé ekki einu sinni að gagnast þar. „Af hverju setja menn saman plagg sem undanskilur þessa litlu laxastofna? Það er eitthvað sem þeir sem bjuggu til þetta plagg verða að svara. Að líffræðingar af öllum, eins og hjá Hafró og aðrir líka, skuli undanskilja þá sem síst skyldi sem eru þessir litlu laxastofnar er óskiljanlegt. Að þröskuldsgildi séu þetta há en ekki lægri. Stóra spurningin: hvað veldur því að einhverjir fáeinir tugir laxastofna eru ekki inni í áhættumatinu? Þessi litla á sem ég er að tala um þarna er birtingarmynd þess sem er að gerast.“ Og þetta segir Jóhannes staðfest ár eftir ár eftir ár – fimm ár – undantekningarnar sem er meginreglan varðandi þetta ástand og það sýni svo ekki verður um villst að við erum ekki á réttri leið. Eldislaxinn er illa leikinn og ófrýnilegur eftir vistina í sjókvínni.skjáskot „Eða er þetta leiðin sem menn vilja fara; að slátra þessum litlu laxastofnum? Hvaða leyfi hafa þeir sem á tyllidögum nefna að við séum aðilar að alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem við erum, og viljum varðveita líffræðilegan fjölbreytileika. Hægri höndin segir það en vinstri er á sama tíma að gera eitthvað allt annað.“ Höfum ekki leyfi til að krukka í lífríkinu með þessum hætti Jóhannes segir að þessum niðurstöðum hafi ítrekað verið komið á framfæri við stjórnsýsluna en þar skella menn skollaeyrum við. „Það þarf ekki að vitna til alþjóðlega samninga. Við teljum okkur vera að vinna í anda náttúruverndar og hvað er þetta þá? Hér er höggvið fyrir neðan beltisstað. Það er ekki viðleitni í þá átt að reyna að laga þetta. Menn eru að setja upp myndavélateljara sem eru tugi eða hundruð kílómetra frá eldinu. Hvaða speki er það?“ Spyr sá sem ekki veit, segir Jóhannes: Hvenær drepur maður laxastofn og hvenær ekki? „Þetta er svo vitlaust að það er ekki hægt að finna neitt vitlausara. Við erum sammála innst inni að við eigum að varðveita líf. Við erum búin að sjá að hversu ómerkilegt sem okkur finnst þetta þá gefur gangverkið sig ef menn eru að kippa út hinu og þessu eftir hentugleik. Við höfum ekkert leyfi til að krukka í þessu með þessum hætti.“ Hvorki hósti né stuna úr umhverfisráðuneytinu Jóhannes segist ekki ná í gegn með þessar staðreyndir, hann nær ekki eyrum ráðamanna og hann furðar sig á þögninni sem ríkir um þetta mál í ráðuneytinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kom inn í ríkisstjórn sem umhverfisverndarsinni á vegum Vinstri grænna. Jóhannes segir að svo virðist sem þeim í umhverfisráðuneytinu sé sama um hinn villta laxastofn, hann er metinn sem skiptimynt við hin pólitísku hrossakaup.Vísir/Vilhelm „Hvernig stendur á því að þetta mál, sem er stærsta umhverfismál sem núlifandi aðilar hafa upplifað sem ógn sem steðjar að fiskum í ferskvatni, laxi og sjóbirtingur út af laxalúsinni, að ekki heyrist hósti né stuna úr umhverfisráðuneytinu um þessi mál?“ spyr Jóhannes. Jóhannes gefur sig ekki út fyrir að vera pólitíkus, hann er vísindamaður, og hann segist skilja að það séu miklar tilfinningar í þessu. En hann hafi reynt allt til að koma þessum staðreyndum á framfæri við íslenska stjórnmálamenn og stjórnsýsluna en án árangurs. Hann getur ekki skilið þetta öðru vísi en svo að þetta segi þá sögu að svona sé samið um kaupin á eyrinni, hvar má rugga bátnum og hvar ekki. „Dauðaþögn í þessum málum og ekki hægt að leggja nema einn skilning í það. Það er ekkert að gerast,“ segir Jóhannes og það er ljóst að honum er illa brugðið en hann leyfir sér ekki að gefast upp við að reyna að benda á þessa vá. Sem enginn ætti því að velkjast í vafa um að er raunveruleg. Dæmi um ófremdarástand frá bæði Skotlandi og Noregi æpa á okkur.
Fiskeldi Lax Dýr Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Sjá meira