Glæsimörk í leik Leeds og Leicester

Raphinha skoraði í dag.
Raphinha skoraði í dag. Getty

Það var búist við hörkuskemmtilegum leik þegar að Leeds fékk Leicester í heimsókn á Elland Road fyrr í dag, það reyndist rétt þó mörkin hafi ekki verið mörg. Áhorfendur fengu samt eitthvað fyrir sinn snúð þegar tvö glæsimörk litu dagsins ljós með einungis tveggja mínútna millibili. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1.

Strax á fyrstu mínútum leiksins þurfti Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, að taka á honum stóra sínum. Fyrst átti Jack Harrison skot sem Schmeichel varði meistaralega og svo varði hann vel skalla frá Raphinha.

Það var svo Leeds sem skoraði fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Brasilíumaðurinn Raphinha beint úr aukaspyrnu á 26. mínútu leiksins. Hann tók þá aukaspyrnu með frá hægri með snúningi inn að marki. Enginn náði til boltans og hann endaði í netinu.

Leicester svaraði strax á 28. mínútu. Liðið tók miðju og sendi langan bolta á Harvey Barnes sem lék að vítateigshorninu vinstra megin. Svo gerði hann sér lítið fyrir og smurði boltann upp í samskeytin fjær. Geggjað mark. Bæði lið fengu svo færi til þess að taka sigurinn en sættust á skiptan hlut að þessu sinni. 1-1 niðurstaðan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira