Erlent

Evrópa aftur orðin mið­punktur kórónu­veirufar­aldursins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í Búkarest hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að opna miðstöðvar allan sólahringinn þar sem fólk getur mætt án þess að eiga tíma til að fá bólusetningu gegn Covid-19.
Í Búkarest hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að opna miðstöðvar allan sólahringinn þar sem fólk getur mætt án þess að eiga tíma til að fá bólusetningu gegn Covid-19. epa/Robert Ghement

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum.

Á síðustu fjórum vikum hefur smituðum í Evrópu fjölgað um 55 prósent. 

Yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, Hans Kluge, segir að þar á bæ óttist menn að um 500 þúsund manns til viðbótar muni látast af völdum Covid fram í febrúar á næsta ári. 

Kluge segir helstu ástæðu uppsveiflunar í faraldrinum vera þá að ekki hafi tekist að bólusetja nægilega hátt hlutfall fólks. Í Frakklandi og Þýskalandi til að mynda er bólusetningarhlutfallið aðeins 68 og 66 prósent. 

Hlutfallið er svo enn lægra í Austur-Evrópu og til að mynda eru aðeins rétt rúm 30 Rússa búnir að fá bóluefni. Önnur ástæða fyrir upptaktinum segir Kluge að sé hve mjög hafi verið slakað á öllum sóttvarnaaðgerðum.

Í Bretlandi greindust fleiri en 37 þúsund einstaklingar með Covid-19 í gær og næstum 34 þúsund í Þýskalandi. Þar létust 165 síðasta sólahring en á sama tíma fyrir viku voru dauðsföllin 126.

Stjórnvöld í Hollandi greindu frá því í vikunni að grímuskylda og fjarlægðarmörk yrðu tekin aftur upp eftir að sjúkrahúsinnlögnum fjölgaði um 31 prósent á einni viku. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Lettlandi.

BBC greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×