„Datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:00 Pétur Theodór Árnason átti magnað sumar með Gróttu í Lengjudeildinni. Svo gott að Breiðablik keypti hann og bauð honum þriggja ára samning. vísir/vilhelm „Mig langar að halda áfram,“ segir framherjinn Pétur Theodór Árnason. Hann var rétt búinn að æfa með Breiðabliki í viku þegar hann varð fyrir enn einu áfallinu á sínum ferli. Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira