Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2021 06:58 Mörg ríki skoða nú að bólusetja drengi gegn HPV en veiran smitast aðallega við kynmök. Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. Niðurstöður umræddrar rannsóknar voru birtar í vísindatímaritinu Lancet en til skoðunar var árangur HPV-bólusetningarinnar í Bretlandi, sem hófst árið 2008. Þar er stúlkum boðin bólusetningin á aldrinum 11 til 13 ára. Þær konur sem voru fyrst bólusettar eru nú á þrítugsaldri en rannsóknin leiddi í ljós að meðal þeirra var tíðni leghálskrabbameins 87 prósent minni en áður þekktist og þá fækkaði þeim verulega sem greindust með forstigsbreytingar. Rannsakendurnir segja að bólusetningarátakið hafi komið í veg fyrir 450 krabbameinstilvik og 17.200 tilfelli forstigsbreytinga. Þá benda þeir á að þar sem hópurinn sé enn ungur; venjulega greinist um 50 konur með leghálskrabbamein á ári í umræddum aldurshóp en í bólusetta hópnum hafi aðeins fimm greinst. Tölfræðin muni verða enn betri með tímanum. Vonir standa til að í framtíðinni verði fyrirkomulag skimana þannig að konur sem hafa verið bólusettar sem börn þurfi aðeins að mæta í sýnatöku tvisvar til þrisvar á lífsleiðinni. Enn er því þó ósvarað hversu lengi bólusetningin dugar og hvort þörf er á örvunarskammti. Þá eru til meira en hundrað tegundir af HPV-veirum en aðeins bólusett gegn þeim hættulegustu. BBC greindi frá. Skimun fyrir krabbameini Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Niðurstöður umræddrar rannsóknar voru birtar í vísindatímaritinu Lancet en til skoðunar var árangur HPV-bólusetningarinnar í Bretlandi, sem hófst árið 2008. Þar er stúlkum boðin bólusetningin á aldrinum 11 til 13 ára. Þær konur sem voru fyrst bólusettar eru nú á þrítugsaldri en rannsóknin leiddi í ljós að meðal þeirra var tíðni leghálskrabbameins 87 prósent minni en áður þekktist og þá fækkaði þeim verulega sem greindust með forstigsbreytingar. Rannsakendurnir segja að bólusetningarátakið hafi komið í veg fyrir 450 krabbameinstilvik og 17.200 tilfelli forstigsbreytinga. Þá benda þeir á að þar sem hópurinn sé enn ungur; venjulega greinist um 50 konur með leghálskrabbamein á ári í umræddum aldurshóp en í bólusetta hópnum hafi aðeins fimm greinst. Tölfræðin muni verða enn betri með tímanum. Vonir standa til að í framtíðinni verði fyrirkomulag skimana þannig að konur sem hafa verið bólusettar sem börn þurfi aðeins að mæta í sýnatöku tvisvar til þrisvar á lífsleiðinni. Enn er því þó ósvarað hversu lengi bólusetningin dugar og hvort þörf er á örvunarskammti. Þá eru til meira en hundrað tegundir af HPV-veirum en aðeins bólusett gegn þeim hættulegustu. BBC greindi frá.
Skimun fyrir krabbameini Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira