Hendo vill að Suárez fái góðar móttökur á Anfield í kvöld en ekki fyrr en eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:30 Jordan Henderson og Luis Suarez fagna saman marki með Liverpool. EPA/PETER POWELL Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, talaði vel um Luis Suárez á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Atlético Madrid í Meistaradeildinni sem fer fram á Anfield í kvöld. Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira