Erlent

Biðjast af­­sökunar á að ekki sé fullt hjóla­­stóla­að­­gengi á COP26

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Karine Elharrar (t.v.) gat ekki mætt á COP26 ráðstefnuna í Glasgow í Skotlandi í gær vegna aðgengisleysis. Svo virðist þó sem hún hafi getað mætt í morgun ef marka má þessa mynd sem James Cleverly birti á Twitter í dag.
Karine Elharrar (t.v.) gat ekki mætt á COP26 ráðstefnuna í Glasgow í Skotlandi í gær vegna aðgengisleysis. Svo virðist þó sem hún hafi getað mætt í morgun ef marka má þessa mynd sem James Cleverly birti á Twitter í dag. Twitter/James Cleverly

Breska ríkisstjórnin hefur beðið ísraelskan ráðherra afsökunar á því að hann hafi ekki getað mætt á COP26 ráðstefnuna í gær þar sem ekki var aðgengi fyrir fólk í hjólastól. 

Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins. 

George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni,  og virðist því búið að bæta aðgengið. 

Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“

„Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“

„Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu. 

Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow. 


Tengdar fréttir

Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.