Kolbeinn fékk leyfi á Íslandi en enn óvíst hvort hann snúi aftur til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 11:30 Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað 26 mörk í 64 A-landsleikjum en hann lék síðast með landsliðinu í byrjun júní. vísir/vilhelm Samkvæmt íþróttastjóra sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar er enn óljóst hvort að Kolbeinn Sigþórsson æfi eða spili aftur fyrir félagið. Íþróttastjórinn, Pontus Farnerud, segir við Göteborgs-Posten að Kolbeinn þurfi að sinna „líkamlegri og andlegri“ meðferð og að síðarnefnda meðferðin sé umtalsvert mikilvægari. Kolbeinn hefur ekki æft með Gautaborg frá því í lok ágúst. Þá varð opinbert að hann hefði greitt tveimur íslenskum konum miskabætur vorið 2018, eftir að þær kærðu hann fyrir meint kynferðisbrot og líkamsárás haustið 2017. Gautaborg rifti ekki samningi við Kolbein en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrir sex vikum að félagið hefði rætt ítarlega við leikmanninn og sett upp langtímaáætlun fyrir hann. Meðferðin átti meðal annars að byggja á gildum IFK Gautaborgar, ábyrgð félagsins og skyldum sem vinnuveitanda. Fannst hann þurfa að komast í burtu Farnerud segir að Kolbeinn hafi fengið leyfi til að dvelja á Íslandi í september, eftir að hafa gengist undir aðgerð, en sé nú kominn aftur til Svíþjóðar. Hann er þó enn ekki farinn að æfa með liðinu. Af hverju ekki? „Til að byrja með þá var mjög takmarkað hvað hann gat gert. Honum fannst hann þurfa að komast í burtu og að það væri mikilvægt fyrir okkur sem lið að geta einbeitt okkur að réttum hlutum. Að þjálfararnir gætu einbeitt sér að leikmönnum sem væru til taks,“ sagði Farnerud við GP. Farnerud gat ekki staðfest að Kolbeinn myndi mæta aftur á æfingar hjá Gautaborg. Tímabilinu í Svíþjóð lýkur í byrjun desember og samningur Kolbeins rennur út í lok árs. „Þegar það kemur að næsta skrefi, endurhæfingaræfingu í fótbolta, þá munum við sjá hver lendingin verður,“ sagði Farnerud. Líkaminn ekki orðinn klár en hitt mun mikilvægara Miðað við orð Farneruds er ólíklegt að Kolbeinn komi til greina í íslenska landsliðshópinn sem spilar síðar í þessum mánuði, hafi Arnar Þór Viðarsson þjálfari á annað borð áhuga á að velja leikmanninn eða Kolbeinn áhuga á að spila með landsliðinu. Hann talar um tvenns konar endurhæfingu Kolbeins; líkamlega og andlega. „Í augnablikinu er hann ekki hundrað prósent klár í slaginn líkamlega. Fyrr eða síðar verður hann kominn í lag líkamlega en það mikilvægasta fyrir okkur er seinni hlutinn. Ég held að menn verði að sýna virðingu gagnvart þessari stöðu. Fyrst og fremst varðandi Kolbein sem gengur í gegnum erfiða tíma en hefur sýnt metnað til að bæta sig bæði líkamlega og andlega,“ sagði Farnerud en vildi ekki tjá sig neitt nánar um andlega endurhæfingu leikmannsins eða hvað í henni fælist. Auðveldara ef samningur Kolbeins væri lengri Samningur Kolbeins við Gautaborg rennur út um áramótin og samkvæmt GP hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort honum verði boðinn nýr samningur: „Það gildir það sama og um aðra leikmenn sem eru með samning sem er að renna út. Við metum þetta allt til enda. Það hefði á vissan hátt verið auðveldara ef að samningur Kolbeins við okkur væri lengri. Þá væri auðveldara að segja til um hvernig við ættum að hafa framhaldið. Nú verður þetta sérstök staða bæði fyrir hann og okkur,“ sagði Farnerud. Uppfært: Sænskur umboðsmaður Kolbeins, Fredrik Risp, segir í bréfi til Vísis að Kolbeini hafi aldrei verið bannað að æfa með Gautaborg. Honum sé meira en velkomið að æfa með liðinu. Hann þurfi hins vegar að sinna sinni endurhæfingu og muni ekki spila meira með Gautaborg á þessu ári. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Sjá meira
Íþróttastjórinn, Pontus Farnerud, segir við Göteborgs-Posten að Kolbeinn þurfi að sinna „líkamlegri og andlegri“ meðferð og að síðarnefnda meðferðin sé umtalsvert mikilvægari. Kolbeinn hefur ekki æft með Gautaborg frá því í lok ágúst. Þá varð opinbert að hann hefði greitt tveimur íslenskum konum miskabætur vorið 2018, eftir að þær kærðu hann fyrir meint kynferðisbrot og líkamsárás haustið 2017. Gautaborg rifti ekki samningi við Kolbein en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrir sex vikum að félagið hefði rætt ítarlega við leikmanninn og sett upp langtímaáætlun fyrir hann. Meðferðin átti meðal annars að byggja á gildum IFK Gautaborgar, ábyrgð félagsins og skyldum sem vinnuveitanda. Fannst hann þurfa að komast í burtu Farnerud segir að Kolbeinn hafi fengið leyfi til að dvelja á Íslandi í september, eftir að hafa gengist undir aðgerð, en sé nú kominn aftur til Svíþjóðar. Hann er þó enn ekki farinn að æfa með liðinu. Af hverju ekki? „Til að byrja með þá var mjög takmarkað hvað hann gat gert. Honum fannst hann þurfa að komast í burtu og að það væri mikilvægt fyrir okkur sem lið að geta einbeitt okkur að réttum hlutum. Að þjálfararnir gætu einbeitt sér að leikmönnum sem væru til taks,“ sagði Farnerud við GP. Farnerud gat ekki staðfest að Kolbeinn myndi mæta aftur á æfingar hjá Gautaborg. Tímabilinu í Svíþjóð lýkur í byrjun desember og samningur Kolbeins rennur út í lok árs. „Þegar það kemur að næsta skrefi, endurhæfingaræfingu í fótbolta, þá munum við sjá hver lendingin verður,“ sagði Farnerud. Líkaminn ekki orðinn klár en hitt mun mikilvægara Miðað við orð Farneruds er ólíklegt að Kolbeinn komi til greina í íslenska landsliðshópinn sem spilar síðar í þessum mánuði, hafi Arnar Þór Viðarsson þjálfari á annað borð áhuga á að velja leikmanninn eða Kolbeinn áhuga á að spila með landsliðinu. Hann talar um tvenns konar endurhæfingu Kolbeins; líkamlega og andlega. „Í augnablikinu er hann ekki hundrað prósent klár í slaginn líkamlega. Fyrr eða síðar verður hann kominn í lag líkamlega en það mikilvægasta fyrir okkur er seinni hlutinn. Ég held að menn verði að sýna virðingu gagnvart þessari stöðu. Fyrst og fremst varðandi Kolbein sem gengur í gegnum erfiða tíma en hefur sýnt metnað til að bæta sig bæði líkamlega og andlega,“ sagði Farnerud en vildi ekki tjá sig neitt nánar um andlega endurhæfingu leikmannsins eða hvað í henni fælist. Auðveldara ef samningur Kolbeins væri lengri Samningur Kolbeins við Gautaborg rennur út um áramótin og samkvæmt GP hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort honum verði boðinn nýr samningur: „Það gildir það sama og um aðra leikmenn sem eru með samning sem er að renna út. Við metum þetta allt til enda. Það hefði á vissan hátt verið auðveldara ef að samningur Kolbeins við okkur væri lengri. Þá væri auðveldara að segja til um hvernig við ættum að hafa framhaldið. Nú verður þetta sérstök staða bæði fyrir hann og okkur,“ sagði Farnerud. Uppfært: Sænskur umboðsmaður Kolbeins, Fredrik Risp, segir í bréfi til Vísis að Kolbeini hafi aldrei verið bannað að æfa með Gautaborg. Honum sé meira en velkomið að æfa með liðinu. Hann þurfi hins vegar að sinna sinni endurhæfingu og muni ekki spila meira með Gautaborg á þessu ári.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Sjá meira
„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01
Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00
Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28