Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:04 Kínverjum hefur tekist að bæta loftgæði í mörgum borgum landsins en nú er óttast að sá árangur muni snúast við. AP/Mark Schiefelbein Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd. Umhverfismál Kína Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd.
Umhverfismál Kína Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira