„Fólk bara gefst upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:23 Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni, er orðin langþreytt á ástandinu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels