Enski boltinn

Forráðamenn United tilbúnir að láta Pogba fara frítt næsta sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Paul Pogba er samningsbundinn Manchester United út þetta tímabil.
Paul Pogba er samningsbundinn Manchester United út þetta tímabil. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Manchester United mun ekki selja franska miðjumanninn Paul Pogba í janúar og er félagið tilbúið að leyfa honum að fara frítt þegar samningur hans rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

Frá þessu er greint á breska miðlinum The Telegraph, en heimildamaður miðilsins segir að félagið sjái enga ástæðu til þess að selja Frakkann í janúar.

Pogba snéri aftur til United frá ítalska stórveldinu Juventus árið 2016 fyrir tæpar 90 milljónir punda, en þrátt fyrir það er félagið tilbúið að missa miðjumanninn frítt.

Síðan Pogba snéri aftur til Manchester hefur hann spilað 143 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 28 mörk. Með liðinu vann hann enska deildarbikarinn og Evrópudeildina árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×