Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 16:50 Landamæraverðir Talibana á ferð í Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00
Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“