Erlent

Milljónir Af­gana standa frammi fyrir hungur­sneyð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í skýrslunni að rúmlega hálf þjóðin, eða tæplega 23 milljónir manna búi við fæðuóöryggi.
Í skýrslunni að rúmlega hálf þjóðin, eða tæplega 23 milljónir manna búi við fæðuóöryggi. EPA

Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að rúmlega hálf þjóðin, eða tæplega 23 milljónir manna búi við fæðuóöryggi, og rúmar þrjár milljónir barna gætu orðið fyrir bráðum næringaskorti í vetur.

David Beasley, stjórnandi stofnunarinnar, segir í samtali við BBC að Afganistan sé það land á jörðinni þar sem ástandið er einna verst þegar kemur að neyð. Hann segir afar stutt í algjöran harmleik í landinu.

Yfirtaka Talíbana á stjórn landsins hefur veikt efnahagskerfi landsins enn frekar og var það ekki burðugt fyrir eftir áratuga stríðsátök.

Vesturlönd hafa dregið úr aðstoð sinni við Afgani og Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa stöðvað greiðslur til landsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.