Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 15:07 Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, er einn þeirra olíuforstjóra sem koma fyrir bandaríska þingnefnd í dag. AP/RIchard Drew Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan: Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Auk fulltrúa fjögurra olíurisanna Exxon Mobil, Chevron, BP America og Shell svara yfirmenn helstu hagsmunasamtaka þeirra og viðskiptaráðs Bandaríkjanna spurningum þingmanna í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar, sem eru með meirihluta í nefndinni, hafa undanfarið rannsakað hvernig olíuiðnaðurinn lagði stein í götu loftslagsaðgerða í fleiri áratugi. Vitnaleiðslunum í dag hefur verið líkt við það þegar forstjórar tóbaksframleiðenda voru teknir á teppið í Bandaríkjaþingi á 10. áratugnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir héldu því þá fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá New York, segir að jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hafi haft vitneskju um ógn loftslagsbreytinga frá því í síðasta lagi árið 1977. „Þrátt fyrir það dreifði iðnaðurinn afneitun og efasemdum um skaðsemi vöru sinnar, gróf undan vísindunum og kom í veg fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og hnattræna loftslagsváin varð sífellt alvarlegri,“ sagði Maloney og Ro Khanna, félagi hennar í nefndinni. Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, sagði í skriflegri yfirlýsingu til nefndarinnar að fyrirtæki hans hefði ekki dreift upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar. Yfirlýsingar þess hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. Nota huldahópa til að grafa undan aðgerðum Olíufyrirtæki hafa um árabil dælt fé í svonefnd gervigrasrótarsamtök sem þau hafa notað til þess að kasta rýrð á loftslagsvísindi og loftslagsvísindamenn. Skammt er frá því að einn helsti málafylgjumaður Exxon Mobil náðist á leynilegri upptöku lýsa því hvernig fyrirtækið hefði barist gegn loftslagsvísindum með hulduhópum. Það hefði einnig beint spjótum sínum að ákveðnum öldungadeildarþingmönnum til þess að grafa undan loftslagsstefnu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Upp á síðkastið hafa olíufyrirtækin verið sökuð um svonefndan grænþvott, að hreykja sér af meðvitund um umhverfismál og framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum í auglýsingum á sama tíma og þau halda áfram að mala gull á jarðefnaeldsneyti sem ógnar lífríki jarðar og samfélagi manna. Maloney og Khanna segja að fimm stærstu olíufyrirtækin á hlutabréfamarkaði hafi samanlagt varið að minnsta kosti milljarði dollara, vel á annað hundrað milljarða íslenskra króna, í að koma fölskum upplýsingum um loftslagsmál á framfæri á árunum 2015 til 2018. Hægt er að fylgjast með fundi þingnefndarinnar í spilaranum hér fyrir neðan:
Bandaríkin Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“