Sérfræðingar pirraðir út í óbólusettan Kimmich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. október 2021 23:31 Óbólusettur Kimmich skýtur að marki í leik í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni. EPA-EFE/Lukas Barth-Tuttas Joshua Kimmich, miðjumaður Þýskalandsmeistara Bayern München og þýska landsliðsins, viðurkenndi á dögunum að hann væri óbólusettur. Hann hefur fengið skammir í hattinn frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi sem og fyrrum landsliðsmanni Þýskalands. Hinn 26 ára gamli Kimmich er af mörgum talinn einn besti miðjumaður dagsins í dag. Hann er í lykilhlutverki bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði. Það vakti því mikla athygli þegar hann sagðist ekki vera bólusettur. Ástæðan var sú að hann sagði að það væri ekki búið að rannsaka langtímaáhrif bólusetninga. Kimmich segist fara eftir sóttvarnareglum, fara í skimun á tveggja til þriggja daga fresti. Hann vill þó meina að allir eigi rétt á að taka eigin ákvörðun út frá sínum forsendum. Ónæmisfræðingar í Þýskalandi telja að almennur misskilningur ríki meðal almennings varðandi það hvernig bólusetningar virka. Telja þeir að ummæli Kimmich ýti undir slíkan misskilning. German immunologists have warned that fundamental misunderstandings about the way vaccines work persist among the population, after Joshua Kimmich confirmed that he had declined to receive a Covid jab due to concerns over long-term side-effects https://t.co/Yt4svs4RGh— Guardian sport (@guardian_sport) October 25, 2021 Þá hefur Kimmich einnig verið gagnrýndur af Dietmar Hamann, fyrrum leikmanni Liverpool sem og þýska landsliðsins. Hann bendir á að óbólusettur einstaklingur sé líklegri til að smitast og smita aðra heldur en bólusettur einstaklingur. Hamann benti einnig á að til þess að komast á knattspyrnuvöll í Þýskalandi þyrfti stuðningsfólk að sýna fram á bólusetningar- eða mótefnavottorð. Það væri því fremur undarlegt ef eina óbólusetta fólkið væri það sem væri inn á vellinum. Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Kimmich er af mörgum talinn einn besti miðjumaður dagsins í dag. Hann er í lykilhlutverki bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði. Það vakti því mikla athygli þegar hann sagðist ekki vera bólusettur. Ástæðan var sú að hann sagði að það væri ekki búið að rannsaka langtímaáhrif bólusetninga. Kimmich segist fara eftir sóttvarnareglum, fara í skimun á tveggja til þriggja daga fresti. Hann vill þó meina að allir eigi rétt á að taka eigin ákvörðun út frá sínum forsendum. Ónæmisfræðingar í Þýskalandi telja að almennur misskilningur ríki meðal almennings varðandi það hvernig bólusetningar virka. Telja þeir að ummæli Kimmich ýti undir slíkan misskilning. German immunologists have warned that fundamental misunderstandings about the way vaccines work persist among the population, after Joshua Kimmich confirmed that he had declined to receive a Covid jab due to concerns over long-term side-effects https://t.co/Yt4svs4RGh— Guardian sport (@guardian_sport) October 25, 2021 Þá hefur Kimmich einnig verið gagnrýndur af Dietmar Hamann, fyrrum leikmanni Liverpool sem og þýska landsliðsins. Hann bendir á að óbólusettur einstaklingur sé líklegri til að smitast og smita aðra heldur en bólusettur einstaklingur. Hamann benti einnig á að til þess að komast á knattspyrnuvöll í Þýskalandi þyrfti stuðningsfólk að sýna fram á bólusetningar- eða mótefnavottorð. Það væri því fremur undarlegt ef eina óbólusetta fólkið væri það sem væri inn á vellinum.
Fótbolti Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira