Staðfestu að víkingar voru í Ameríku fyrir sléttum þúsund árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2021 18:11 Langhús sem reist hefur verið í L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Getty/DeAgostini Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur staðfest að víkingar frá Grænlandi numu land á Nýfundnalandi fyrir nákvæmlega þúsund árum síðan. Lengi hefur verið vitað að víkingar fundu Norður-Ameríku en ekki nákvæmlega hvenær. Það hefur verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Nú hefur verið staðfest að víkingar bjuggu í L‘Anse Aux Meadows árið 1021, fyrir sléttum þúsund árum. Það er 471 ári áður en Christofer Kólumbus sigldi yfir Atlantshafið og „fann“ Ameríku. Í síðasta mánuði birti latínuprófessorinn Paolo Chiesa grein um þá uppgötvun sína að ítalskur prestur hefði vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld, eða um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. Í grein sem birtist í Nature í dag segja vísindamenn að þeir hafi aldursgreint timbur sem fannst í L‘Anse aux Meadows. Með því að greina timbur úr þremur mismunandi trjám og taka mið af því þegar mikil sólargeislun barst til jarðar í sólargosi árið 993 var hægt að finna nákvæmari tímasetningar en áður hefur verið hægt. Öll tréin þrjú reyndust hafa verið felld árið 1021. Áhugasamir geta lesið nánar um aðferðir vísindamannanna hér. Í greininni kemur fram að talið sé að Norrænir menn hafi haldið til á Nýfundnalandi í þrjú til þrettán ár. Eftir það hafi þeir snúið aftur til Grænlands. Mest hafi um hundrað manns búið í L´Anse Aux Meadows. Sjá einnig: Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Fyrir nokkrum árum heimsótti Kristján Már Unnarsson L'Anes Aux Meadows fyrir þættina Landnemarnir. Hann ræddi einnig við sænska fornleifafræðinginn Birgitta Wallace sem sagðist sannfærð um að sjálfur Leifur Eiríksson hefði reist búðirnar á Nýfundnalandi. Fornminjar Kanada Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Það hefur verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Nú hefur verið staðfest að víkingar bjuggu í L‘Anse Aux Meadows árið 1021, fyrir sléttum þúsund árum. Það er 471 ári áður en Christofer Kólumbus sigldi yfir Atlantshafið og „fann“ Ameríku. Í síðasta mánuði birti latínuprófessorinn Paolo Chiesa grein um þá uppgötvun sína að ítalskur prestur hefði vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld, eða um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. Í grein sem birtist í Nature í dag segja vísindamenn að þeir hafi aldursgreint timbur sem fannst í L‘Anse aux Meadows. Með því að greina timbur úr þremur mismunandi trjám og taka mið af því þegar mikil sólargeislun barst til jarðar í sólargosi árið 993 var hægt að finna nákvæmari tímasetningar en áður hefur verið hægt. Öll tréin þrjú reyndust hafa verið felld árið 1021. Áhugasamir geta lesið nánar um aðferðir vísindamannanna hér. Í greininni kemur fram að talið sé að Norrænir menn hafi haldið til á Nýfundnalandi í þrjú til þrettán ár. Eftir það hafi þeir snúið aftur til Grænlands. Mest hafi um hundrað manns búið í L´Anse Aux Meadows. Sjá einnig: Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Fyrir nokkrum árum heimsótti Kristján Már Unnarsson L'Anes Aux Meadows fyrir þættina Landnemarnir. Hann ræddi einnig við sænska fornleifafræðinginn Birgitta Wallace sem sagðist sannfærð um að sjálfur Leifur Eiríksson hefði reist búðirnar á Nýfundnalandi.
Fornminjar Kanada Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira