Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2017 20:00 Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, segir þær passa nákvæmlega við lýsingar í Vínlandssögunum og kveðst viss um að sjálfur Leifur heppni hafi reist þær. Þetta kom fram í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2. Rústirnar eru á norðurodda Nýfundnalands á stað sem kallast L'Anse aux Meadows en það var ekki fyrr en eftir að fornleifauppgreftri lauk þar sem hægt var að fullyrða að norrænir menn hefðu verið þarna á ferð fyrir þúsund árum, um 500 árum áður en Kólumbus kom til Ameríku.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Víkingabúðirnar hafa nú verið endurreistar í þeirri mynd sem fornleifarannsóknir gefa af þeim. Á safni á staðnum má sjá muni sem fundust, eins og bronsnál og snældusnúð, sem sannfærðu menn um norrænan uppruna. „Það var fullsannað að þetta væru norræn hús. Byggingartæknin er norræn og munirnir styðja það,“ segir Dale Wells, forstöðumaður safnsins, sem rekið er á vegum þjóðgarða Kanada. „Kolefnagreining sýnir að þau eru um 1000 ára en það var þá sem Vínlandsferðirnar hófust, um 998-1000,“ segir Dale Wells.Ein af smjörhnetunum sem fundust í norrænu tóftunum. Þær gátu aðeins hafa borist þangað með mönnum fyrir þúsund árum og þar sem smjörhnetutré vaxa á sömu slóðum og vínviður þótti ljóst að sagan um Vínland gat staðist.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það voru norsku fornleifafræðingarnir Anne Stine og Helge Ingstad sem uppgötvuðu rústirnar árið 1960 en rannsóknir þar stóðu stóðu yfir í hartnær tuttugu ár. Nokkrar smjörhnetur voru kannski þær fornleifar sem gerðu gæfumuninn en með þeim þótti sýnt að mennirnir, sem reistu búðirnar, höfðu einnig farið um svæði þar sem vínviður óx. Birgitta Wallace var meðal þeirra fornleifafræðinga sem rannsökuðu búðatóftirnar á Nýfundnalandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Meðal þeirra sem rannsökuðu staðinn var Svíinn Birgitta Wallace og hún telur að sjálfur Leifur Eiríksson hafi reist búðirnar. Hún telur fornleifarnar raunar staðfesta frásagnir Íslendingasagna. „Lýsingarnar í Vínlandssögum, einkum í Hauksbók, eru nákvæmlega það sem við höfum í L‘Anse aux Meadows,“ segir Birgitta Wallace. Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, segir þær passa nákvæmlega við lýsingar í Vínlandssögunum og kveðst viss um að sjálfur Leifur heppni hafi reist þær. Þetta kom fram í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2. Rústirnar eru á norðurodda Nýfundnalands á stað sem kallast L'Anse aux Meadows en það var ekki fyrr en eftir að fornleifauppgreftri lauk þar sem hægt var að fullyrða að norrænir menn hefðu verið þarna á ferð fyrir þúsund árum, um 500 árum áður en Kólumbus kom til Ameríku.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Víkingabúðirnar hafa nú verið endurreistar í þeirri mynd sem fornleifarannsóknir gefa af þeim. Á safni á staðnum má sjá muni sem fundust, eins og bronsnál og snældusnúð, sem sannfærðu menn um norrænan uppruna. „Það var fullsannað að þetta væru norræn hús. Byggingartæknin er norræn og munirnir styðja það,“ segir Dale Wells, forstöðumaður safnsins, sem rekið er á vegum þjóðgarða Kanada. „Kolefnagreining sýnir að þau eru um 1000 ára en það var þá sem Vínlandsferðirnar hófust, um 998-1000,“ segir Dale Wells.Ein af smjörhnetunum sem fundust í norrænu tóftunum. Þær gátu aðeins hafa borist þangað með mönnum fyrir þúsund árum og þar sem smjörhnetutré vaxa á sömu slóðum og vínviður þótti ljóst að sagan um Vínland gat staðist.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það voru norsku fornleifafræðingarnir Anne Stine og Helge Ingstad sem uppgötvuðu rústirnar árið 1960 en rannsóknir þar stóðu stóðu yfir í hartnær tuttugu ár. Nokkrar smjörhnetur voru kannski þær fornleifar sem gerðu gæfumuninn en með þeim þótti sýnt að mennirnir, sem reistu búðirnar, höfðu einnig farið um svæði þar sem vínviður óx. Birgitta Wallace var meðal þeirra fornleifafræðinga sem rannsökuðu búðatóftirnar á Nýfundnalandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Meðal þeirra sem rannsökuðu staðinn var Svíinn Birgitta Wallace og hún telur að sjálfur Leifur Eiríksson hafi reist búðirnar. Hún telur fornleifarnar raunar staðfesta frásagnir Íslendingasagna. „Lýsingarnar í Vínlandssögum, einkum í Hauksbók, eru nákvæmlega það sem við höfum í L‘Anse aux Meadows,“ segir Birgitta Wallace.
Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00