Trump sparkar í látinn mann Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 14:02 Donald Trump (t.v.) nýtti andlát Colins Powell (t.h.) til að skjóta á hann, fjölmiðla og hófsama repúiblikana. EPA/samsett Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“ Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“
Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17