Stjórnarandstaðan sameinast um frambjóðanda gegn Orban Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 09:04 Peter Marki-Zay leiðir stjórnarandstöðuna í þingkosningum næsta vor. Hann er með gráður í hagfræði, markaðsfræðum og verkfræði. AP/Laszlo Balogh Íhaldssamur bæjarstjóri stóð uppi sem sigurvegari í sameiginlegu forvali ungversku stjórnarandstöðunnar fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Hann fær það hlutverk að leiða sameinaða stjórnarandstöðuna og freista þess að fella Viktor Orban, forsætisráðherra. Sex stjórnarandstöðuflokkar af öllu pólitíska litrófinu, allt frá vinstri sósíalistum til fyrrverandi hægriöfgamanna úr Jobbik-flokknum, stóðu saman að forvalinu til að velja einn frambjóðanda til þess að skáka Orban sem hefur verið við völd í meira en áratug. Fleiri en 650.000 manns greiddu atkvæði í forvlainu sem fór fram í tveimur umferðum. Peter Marki-Zay, íhaldssamur og óflokksbundinn bæjarstjóri smábæjar, stóð uppi sem sigurvegari með 57% atkvæða. Hann bar sigurorð af Klöru Dobrev, frambjóðanda vinstrisinnaða Lýðræðilega bandalagsins. Hún er varaforseti Evrópuþingsins og eiginkona Ferencs Gyurcsany, fyrrverandi forsætisráðherra. Dobrev lýsti yfir stuðningi við Marki-Zay eftir að úrslitin voru ljós. Marki-Zay er 49 ára gamall kaþólikki og sjö barna faðir. Kosningabarátta hans gekk út á að hann ætti meiri möguleika gegn Orban þar sem hann sækti að honum frá hægri, að sögn Washington Post. „Við viljum nýtt, hreinna, heiðarlegt Ungverjaland, ekki bara skipta úr Orban eða flokki hans,“ sagði Marki-Zay við sigurreifa stuðningsmenn sína í Búdapest í gær. Fjarað hefur undan lýðræði í Ungverjalandi í stjórnartíð Orban. Hann hefur tangarhald á fjölmiðlum og dómstólum í landinu. Forsætisráðherrann hefur rekið stefnu sem er sérstaklega fjandsamleg innflytjendum, hælisleitendum og hinsegin fólki. Stjórnarandstaðan vonast til þess að Viktor Orban forsætisráðherra sjái ekki til sólar í þingkosningunum á næsta ári.Vísir/EPA Velti Fidesz óvænt úr sessi í sveitabæ Stjórnarandstaðan er talin munu eiga á brattann að sækja í þingkosningunum sem fara fram í apríl. Sameinuð eygi hún þó besta möguleika sinn til að fella Orban um árabil. Orban hefur lengi notið góðs af því hversu tvístruð andstaðan gegn honum hefur verið. Skoðanakannanir nú benda til þess að lítill munur sé á fylgi Fidesz-flokks Orban og stjórnarandstöðubandalagsins. Sameiginlegt framboð hefur þegar skilað stjórnarandstöðunni árangri í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram árið 2019. Þá vann hún meirihluta umdæma í Búdapest og fleiri borgum. Þetta verður í fyrsta skipti sem stjórnrandstaðan býður sameiginlega fram í þingkosningum. „Við getum aðeins unnið saman. Enginn getur brotið samstöðu stjórnarandstöðunnar á bak aftur,“ sagði Marki-Zay stuðningsfólki sínu í gær. Marki-Zay vakti fyrst verulega athygli þegar hann vann bæjarstjórnarkosningar í bænum Hodmezovasarhely sem hafði verið talið óárennilegt vígi Fidesz-flokksins árið 2018, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við viljum losna við stóru strákana sem leggja allan bekkinn í einelti,“ sagði Marki-Zay þegar hann vann bæjarstjórastólinn. Fidesz-flokkurinn gefur lítið fyrir sameiningu stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu sagði flokkurinn að Marki-Zay hefði gert samkomulag við vinstrisinna til að koma stjórnarandstöðunni aftur til valda og hækka skatta. Ungverjaland Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Sex stjórnarandstöðuflokkar af öllu pólitíska litrófinu, allt frá vinstri sósíalistum til fyrrverandi hægriöfgamanna úr Jobbik-flokknum, stóðu saman að forvalinu til að velja einn frambjóðanda til þess að skáka Orban sem hefur verið við völd í meira en áratug. Fleiri en 650.000 manns greiddu atkvæði í forvlainu sem fór fram í tveimur umferðum. Peter Marki-Zay, íhaldssamur og óflokksbundinn bæjarstjóri smábæjar, stóð uppi sem sigurvegari með 57% atkvæða. Hann bar sigurorð af Klöru Dobrev, frambjóðanda vinstrisinnaða Lýðræðilega bandalagsins. Hún er varaforseti Evrópuþingsins og eiginkona Ferencs Gyurcsany, fyrrverandi forsætisráðherra. Dobrev lýsti yfir stuðningi við Marki-Zay eftir að úrslitin voru ljós. Marki-Zay er 49 ára gamall kaþólikki og sjö barna faðir. Kosningabarátta hans gekk út á að hann ætti meiri möguleika gegn Orban þar sem hann sækti að honum frá hægri, að sögn Washington Post. „Við viljum nýtt, hreinna, heiðarlegt Ungverjaland, ekki bara skipta úr Orban eða flokki hans,“ sagði Marki-Zay við sigurreifa stuðningsmenn sína í Búdapest í gær. Fjarað hefur undan lýðræði í Ungverjalandi í stjórnartíð Orban. Hann hefur tangarhald á fjölmiðlum og dómstólum í landinu. Forsætisráðherrann hefur rekið stefnu sem er sérstaklega fjandsamleg innflytjendum, hælisleitendum og hinsegin fólki. Stjórnarandstaðan vonast til þess að Viktor Orban forsætisráðherra sjái ekki til sólar í þingkosningunum á næsta ári.Vísir/EPA Velti Fidesz óvænt úr sessi í sveitabæ Stjórnarandstaðan er talin munu eiga á brattann að sækja í þingkosningunum sem fara fram í apríl. Sameinuð eygi hún þó besta möguleika sinn til að fella Orban um árabil. Orban hefur lengi notið góðs af því hversu tvístruð andstaðan gegn honum hefur verið. Skoðanakannanir nú benda til þess að lítill munur sé á fylgi Fidesz-flokks Orban og stjórnarandstöðubandalagsins. Sameiginlegt framboð hefur þegar skilað stjórnarandstöðunni árangri í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram árið 2019. Þá vann hún meirihluta umdæma í Búdapest og fleiri borgum. Þetta verður í fyrsta skipti sem stjórnrandstaðan býður sameiginlega fram í þingkosningum. „Við getum aðeins unnið saman. Enginn getur brotið samstöðu stjórnarandstöðunnar á bak aftur,“ sagði Marki-Zay stuðningsfólki sínu í gær. Marki-Zay vakti fyrst verulega athygli þegar hann vann bæjarstjórnarkosningar í bænum Hodmezovasarhely sem hafði verið talið óárennilegt vígi Fidesz-flokksins árið 2018, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við viljum losna við stóru strákana sem leggja allan bekkinn í einelti,“ sagði Marki-Zay þegar hann vann bæjarstjórastólinn. Fidesz-flokkurinn gefur lítið fyrir sameiningu stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu sagði flokkurinn að Marki-Zay hefði gert samkomulag við vinstrisinna til að koma stjórnarandstöðunni aftur til valda og hækka skatta.
Ungverjaland Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21
Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23