Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 22:59 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, átti í vök að verjast á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í dag. Vísir/EPA Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn. Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Lagabreytingarnar sem Fidesz-flokkur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, samþykkti á dögunum snerust fyrst og fremst um hertar refsingar fyrir barnaníð. Við lagabálkinn var hins vegar bætt banni við að börnum yngri en átján ára væri sýnt efni sem sýndi samkynhneigð eða „ýtti undir“ hana. Evrópusambandið hefur nú til skoðunar hvort að lögin standist Evrópulög. Þegar leiðtogar aðildarríkjanna komu saman til fundar í Brussel sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að Ungverjar hefðu ekkert lengur með það að gera að vera í sambandinu. „Langtímamarkmiðið er að knésetja Ungverjaland í þessu máli,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist átta sig á að hann gæti ekki bolað Ungverjalandi úr ESB upp á eigin spýtur. Það þyrfti að gerast í áföngum.Vísir/EPA Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar sem er sjálfur samkynhneigður, ætlaði að taka málið beint upp við Orban í Brussel í dag. Sagði hann lögin mismuna samkynhneigðu fólki og útskúfa því. „Ég ætla að segja honum að það sem hann er að gera í landi sínu er umburðarlaust og það að vera samkynhneigður er ekki val,“ sagði Bettel, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban hafnar því að lögin hafi nokkuð með réttindi samkynhneigðra að gera. „Þetta snýst um rétt barna og foreldra þeirra,“ sagði Orban við fréttamenn. Undir stjórn Orban hafa ungversk stjórnvöld ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið á undanförnum árum. Evrópskir ráðamenn hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að Orban grafi undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla í landinu. Í fyrra var lögð fram tillaga um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum sambandsins yrði skilyrtur við að ríki virði grundvallarreglur lýðræðisríkja. Ungverjaland og Pólland mótmæltu því og hugðust stöðva samþykkt fjárlaga sambandsins. Samkomulag náðist á lokum um að bera tillöguna undir Evrópudómstólinn.
Evrópusambandið Ungverjaland Holland Hinsegin Tengdar fréttir Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01 Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21
Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. 24. júní 2021 08:01
Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57