Innlent

Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra, vill að öllum takmörkunum verði aflétt. 
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra, vill að öllum takmörkunum verði aflétt.  Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins og frá­farandi ráð­herra segir tíma­bært að af­létta þeim tak­mörkunum sem lands­menn hafa þurft að sæta síðast­liðið eitt og hálft ár vegna Co­vid. Sótt­varna­læknir segist senni­lega munu skila minnis­blaði til ráð­herra á mánu­dag.

Vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins og frá­farandi ráð­herra segir tíma­bært að af­létta þeim tak­mörkunum sem lands­menn hafa þurft að sæta síðast­liðið eitt og hálft ár vegna Co­vid. Sótt­varna­læknir segist senni­lega munu skila minnis­blaði til ráð­herra á mánu­dag.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir það orðið ansi erfitt að færa rök fyrir því að það sé enn til­efni til að skerða réttindi fólks vegna kórónu­veirufar­aldursins en þetta kom fram í að­sendri grein hennar í Morgun­blaðinu

Hún bætist því í hóp annarra ráðherra úr fráfarandi ríkisstjórn sem talað hafa fyrir afléttingu samkomutakmarkanna.

Þórdís segir tíma­bært að af­létta sam­komu­tak­mörkunum í ljósi stöðu far­aldursins hér á landi. „Staða okkar hér er með þeim hætti að við höfum alla burði og allar for­sendur til að snúa bara til baka til eðli­legs lífs að öllu leiti,“ segir Þór­dís í sam­tali við frétta­stofu.

„Við þurftum í ein­hverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni í þágu al­manna­hags, og það kom aldrei neitt annað til greina en að skila því aftur og nú er sá tími ein­fald­lega kominn,“ segir Þór­dís enn fremur.

Vill sjá skrefið tekið til fulls

Nú­verandi reglu­gerð um sam­komu­tak­markanir gildir út næst­komandi mið­viku­dag en þar er meðal annars kveðið á um 500 manna sam­komu­bann, með mögu­leika á 1500 manna sam­komum með notkun hrað­prófa, eins metra reglu, og grímu­notkun innan­dyra þar sem ekki er hægt að tryggja fjar­lægð.

Sjálf myndi Þórdís vilja sjá skrefið tekið til fulls, þannig að öllum tak­mörkunum yrði af­létt, en þó væri á­fram hægt að beina á­kveðnum til­mælum til fólks, til að mynda varðandi grímu­notkun, þar sem hún segir fólk full­fært um að taka á­byrgð á sjálfum sér.

Að­spurð um hvort hún geri ráð fyrir að öllu verði af­létt segir hún það eiga eftir að koma í ljós en ljóst sé að eitt­hvað þurfi að gera. 

„Verk­efni okkar stjórn­valda er tölu­vert flóknara heldur en það sem sótt­varna­yfir­völdum er falið og ég er svona að vona að það sé komið meira rými fyrir þá um­ræðu. Það eru annars konar af­leiðingar líka af þessum tak­mörkunum,“ segir Þór­dís og vísar þar til að mynda til á­hrifa á at­vinnu­starf­semi, ungt fólk, og fólk í fé­lags­legri við­kvæmri stöðu.

„Við þurfum að hafa kjark til að horfa á það allt í heildar­sam­hengi, það er okkar hlut­verk og þess vegna vona ég að við séum að fara að taka skref í sam­ræmi við það,“ segir Þór­dís að lokum Ég vona að við séum að fara að horfa fram á tíma þar sem við getum sagt að við höfum skilað þessu frelsi sem við tókum að láni af fólki í þágu al­manna­hags.“


Tengdar fréttir

Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×