Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 12:36 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra, vill að öllum takmörkunum verði aflétt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það orðið ansi erfitt að færa rök fyrir því að það sé enn tilefni til að skerða réttindi fólks vegna kórónuveirufaraldursins en þetta kom fram í aðsendri grein hennar í Morgunblaðinu. Hún bætist því í hóp annarra ráðherra úr fráfarandi ríkisstjórn sem talað hafa fyrir afléttingu samkomutakmarkanna. Þórdís segir tímabært að aflétta samkomutakmörkunum í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. „Staða okkar hér er með þeim hætti að við höfum alla burði og allar forsendur til að snúa bara til baka til eðlilegs lífs að öllu leiti,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. „Við þurftum í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni í þágu almannahags, og það kom aldrei neitt annað til greina en að skila því aftur og nú er sá tími einfaldlega kominn,“ segir Þórdís enn fremur. Vill sjá skrefið tekið til fulls Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir út næstkomandi miðvikudag en þar er meðal annars kveðið á um 500 manna samkomubann, með möguleika á 1500 manna samkomum með notkun hraðprófa, eins metra reglu, og grímunotkun innandyra þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægð. Sjálf myndi Þórdís vilja sjá skrefið tekið til fulls, þannig að öllum takmörkunum yrði aflétt, en þó væri áfram hægt að beina ákveðnum tilmælum til fólks, til að mynda varðandi grímunotkun, þar sem hún segir fólk fullfært um að taka ábyrgð á sjálfum sér. Aðspurð um hvort hún geri ráð fyrir að öllu verði aflétt segir hún það eiga eftir að koma í ljós en ljóst sé að eitthvað þurfi að gera. „Verkefni okkar stjórnvalda er töluvert flóknara heldur en það sem sóttvarnayfirvöldum er falið og ég er svona að vona að það sé komið meira rými fyrir þá umræðu. Það eru annars konar afleiðingar líka af þessum takmörkunum,“ segir Þórdís og vísar þar til að mynda til áhrifa á atvinnustarfsemi, ungt fólk, og fólk í félagslegri viðkvæmri stöðu. „Við þurfum að hafa kjark til að horfa á það allt í heildarsamhengi, það er okkar hlutverk og þess vegna vona ég að við séum að fara að taka skref í samræmi við það,“ segir Þórdís að lokum Ég vona að við séum að fara að horfa fram á tíma þar sem við getum sagt að við höfum skilað þessu frelsi sem við tókum að láni af fólki í þágu almannahags.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það orðið ansi erfitt að færa rök fyrir því að það sé enn tilefni til að skerða réttindi fólks vegna kórónuveirufaraldursins en þetta kom fram í aðsendri grein hennar í Morgunblaðinu. Hún bætist því í hóp annarra ráðherra úr fráfarandi ríkisstjórn sem talað hafa fyrir afléttingu samkomutakmarkanna. Þórdís segir tímabært að aflétta samkomutakmörkunum í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. „Staða okkar hér er með þeim hætti að við höfum alla burði og allar forsendur til að snúa bara til baka til eðlilegs lífs að öllu leiti,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. „Við þurftum í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni í þágu almannahags, og það kom aldrei neitt annað til greina en að skila því aftur og nú er sá tími einfaldlega kominn,“ segir Þórdís enn fremur. Vill sjá skrefið tekið til fulls Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir út næstkomandi miðvikudag en þar er meðal annars kveðið á um 500 manna samkomubann, með möguleika á 1500 manna samkomum með notkun hraðprófa, eins metra reglu, og grímunotkun innandyra þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægð. Sjálf myndi Þórdís vilja sjá skrefið tekið til fulls, þannig að öllum takmörkunum yrði aflétt, en þó væri áfram hægt að beina ákveðnum tilmælum til fólks, til að mynda varðandi grímunotkun, þar sem hún segir fólk fullfært um að taka ábyrgð á sjálfum sér. Aðspurð um hvort hún geri ráð fyrir að öllu verði aflétt segir hún það eiga eftir að koma í ljós en ljóst sé að eitthvað þurfi að gera. „Verkefni okkar stjórnvalda er töluvert flóknara heldur en það sem sóttvarnayfirvöldum er falið og ég er svona að vona að það sé komið meira rými fyrir þá umræðu. Það eru annars konar afleiðingar líka af þessum takmörkunum,“ segir Þórdís og vísar þar til að mynda til áhrifa á atvinnustarfsemi, ungt fólk, og fólk í félagslegri viðkvæmri stöðu. „Við þurfum að hafa kjark til að horfa á það allt í heildarsamhengi, það er okkar hlutverk og þess vegna vona ég að við séum að fara að taka skref í samræmi við það,“ segir Þórdís að lokum Ég vona að við séum að fara að horfa fram á tíma þar sem við getum sagt að við höfum skilað þessu frelsi sem við tókum að láni af fólki í þágu almannahags.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21
Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52