Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 12:36 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra, vill að öllum takmörkunum verði aflétt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það orðið ansi erfitt að færa rök fyrir því að það sé enn tilefni til að skerða réttindi fólks vegna kórónuveirufaraldursins en þetta kom fram í aðsendri grein hennar í Morgunblaðinu. Hún bætist því í hóp annarra ráðherra úr fráfarandi ríkisstjórn sem talað hafa fyrir afléttingu samkomutakmarkanna. Þórdís segir tímabært að aflétta samkomutakmörkunum í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. „Staða okkar hér er með þeim hætti að við höfum alla burði og allar forsendur til að snúa bara til baka til eðlilegs lífs að öllu leiti,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. „Við þurftum í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni í þágu almannahags, og það kom aldrei neitt annað til greina en að skila því aftur og nú er sá tími einfaldlega kominn,“ segir Þórdís enn fremur. Vill sjá skrefið tekið til fulls Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir út næstkomandi miðvikudag en þar er meðal annars kveðið á um 500 manna samkomubann, með möguleika á 1500 manna samkomum með notkun hraðprófa, eins metra reglu, og grímunotkun innandyra þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægð. Sjálf myndi Þórdís vilja sjá skrefið tekið til fulls, þannig að öllum takmörkunum yrði aflétt, en þó væri áfram hægt að beina ákveðnum tilmælum til fólks, til að mynda varðandi grímunotkun, þar sem hún segir fólk fullfært um að taka ábyrgð á sjálfum sér. Aðspurð um hvort hún geri ráð fyrir að öllu verði aflétt segir hún það eiga eftir að koma í ljós en ljóst sé að eitthvað þurfi að gera. „Verkefni okkar stjórnvalda er töluvert flóknara heldur en það sem sóttvarnayfirvöldum er falið og ég er svona að vona að það sé komið meira rými fyrir þá umræðu. Það eru annars konar afleiðingar líka af þessum takmörkunum,“ segir Þórdís og vísar þar til að mynda til áhrifa á atvinnustarfsemi, ungt fólk, og fólk í félagslegri viðkvæmri stöðu. „Við þurfum að hafa kjark til að horfa á það allt í heildarsamhengi, það er okkar hlutverk og þess vegna vona ég að við séum að fara að taka skref í samræmi við það,“ segir Þórdís að lokum Ég vona að við séum að fara að horfa fram á tíma þar sem við getum sagt að við höfum skilað þessu frelsi sem við tókum að láni af fólki í þágu almannahags.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það orðið ansi erfitt að færa rök fyrir því að það sé enn tilefni til að skerða réttindi fólks vegna kórónuveirufaraldursins en þetta kom fram í aðsendri grein hennar í Morgunblaðinu. Hún bætist því í hóp annarra ráðherra úr fráfarandi ríkisstjórn sem talað hafa fyrir afléttingu samkomutakmarkanna. Þórdís segir tímabært að aflétta samkomutakmörkunum í ljósi stöðu faraldursins hér á landi. „Staða okkar hér er með þeim hætti að við höfum alla burði og allar forsendur til að snúa bara til baka til eðlilegs lífs að öllu leiti,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. „Við þurftum í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni í þágu almannahags, og það kom aldrei neitt annað til greina en að skila því aftur og nú er sá tími einfaldlega kominn,“ segir Þórdís enn fremur. Vill sjá skrefið tekið til fulls Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir út næstkomandi miðvikudag en þar er meðal annars kveðið á um 500 manna samkomubann, með möguleika á 1500 manna samkomum með notkun hraðprófa, eins metra reglu, og grímunotkun innandyra þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægð. Sjálf myndi Þórdís vilja sjá skrefið tekið til fulls, þannig að öllum takmörkunum yrði aflétt, en þó væri áfram hægt að beina ákveðnum tilmælum til fólks, til að mynda varðandi grímunotkun, þar sem hún segir fólk fullfært um að taka ábyrgð á sjálfum sér. Aðspurð um hvort hún geri ráð fyrir að öllu verði aflétt segir hún það eiga eftir að koma í ljós en ljóst sé að eitthvað þurfi að gera. „Verkefni okkar stjórnvalda er töluvert flóknara heldur en það sem sóttvarnayfirvöldum er falið og ég er svona að vona að það sé komið meira rými fyrir þá umræðu. Það eru annars konar afleiðingar líka af þessum takmörkunum,“ segir Þórdís og vísar þar til að mynda til áhrifa á atvinnustarfsemi, ungt fólk, og fólk í félagslegri viðkvæmri stöðu. „Við þurfum að hafa kjark til að horfa á það allt í heildarsamhengi, það er okkar hlutverk og þess vegna vona ég að við séum að fara að taka skref í samræmi við það,“ segir Þórdís að lokum Ég vona að við séum að fara að horfa fram á tíma þar sem við getum sagt að við höfum skilað þessu frelsi sem við tókum að láni af fólki í þágu almannahags.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11 Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21
Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand. 15. október 2021 12:11
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52