Fótbolti

Sá sigur­sælasti til í endur­komu til Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brasilíumaðurinn Dani Alves vann fjölda titla með Barcelona á sínum tíma.
Brasilíumaðurinn Dani Alves vann fjölda titla með Barcelona á sínum tíma. Vísir/EPA

Dani Alves, sigursælasti knattspyrnumaður heims, er samningslaus eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir að vera 38 ára gamall ætlar hann að halda áfram að spila og er tilbúinn að snúa aftur til Barcelona.

Dani Alves var hluti af mögnuðu liði Barcelona frá árunum 2008 til 2016. Hann hefur spilað með Juventus, París Saint-Germain og São Paulo í heimalandi sínu Brasilíu síðan þá. São Paulo gat ekki staðið við samning leikmannsins sem ákvað því að rifta honum og leita á ný mið.

Hann er tilbúinn að færa sig aftur til Katalóníu og segir Barcelona aðeins þurfa að taka upp símann.

„Ef Barcelona telur að þeir hafi not fyrir mig þurfa þeir bara að hringja. Ég tel mig enn geta spilað á hvaða getustigi sem er og gefið af mér en sérstaklega hjá Barcelona vegna fjölda ungra leikmanna í liðinu,“ sagði Alves.

Nú er spurning hvort Ronald Koeman, þjálfari liðsins, taki upp tólið og bjalli í Alves. Það er ljóst að félagið gæti notað leikmann í hans gæðaflokki þó aldurinn sé ef til vill farinn að segja til sín. 

Svo er spurning hvort Börsungar hafi efni á brasilíska bakverðinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.