Enski boltinn

Pep segir Sterling að tala inn á vellinum en ekki fjöl­miðlum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep var ekki sáttur með ummæli Sterling.
Pep var ekki sáttur með ummæli Sterling. EPA-EFE/ANDY RAIN

Raheem Sterling viðurkenndi fyrr í vikunni að hann gæti væri til í að spila erlendis ef sá möguleiki væri á borðinu. Hann er ósáttur með að hafa aðeins byrjað tvo af leikjum Manchester City á leiktíðinni.

„Ef ég vil ná ákveðinni hamingju þarf ég að vera spila fótbolta. Ég þarf að vera skora mörk og njóta mín,“ sagði hinn 26 ára gamli Sterling í vikunni. Komu þessi ummæli Pep Guardiola, þjálfara liðsins, á óvart.

„Ég vissi ekki af þeim og það gerði félagið ekki heldur,“ sagði þjálfarinn á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City um helgina.

„Raheem er leikmaður okkar og vonandi verður hann áfram mikilvægur leikmaður. Hann vill spila fleiri leiki, alveg eins og Riyad Mahrez þegar hann spilar ekki. Þegar þeir spila ekki þá kvarta þeir, aðrir leikmenn kvarta yfir því að spila of mikið.

„Ég get ekki tryggt þeim ákveðinn spiltíma. Leikmenn verða að láta verkin tala á vellinum, það er besta augnablikið til þess,“ sagði þjálfari Englandsmeistara Manchester City að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×