Erlent

Breskur þing­­maður stunginn til bana

Þorgils Jónsson skrifar
Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn til bana í dag.
Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn til bana í dag.

Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea.

Í frétt Sky News segir að maður hafi gengið inn á tímabundna skrifstofu Amess í Belfairs Methodist Church, þar sem hann var í kjördæmaheimsókn.

Lögregla segir að árásarmaðurinn maðurinn 25 ára gamall. Hann sé í haldi og enginn annar sé grunaður um aðild að málinu.

Þingmaðurinn, sem var 69 ára gamall sat á þingi frá 1983. Hann fékk aðhlyninngu á árásarstað, en ekki tókst að bjarga lífi hans.

Fréttin verður uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×